Bergið Headspace veitir áfram fría ráðgjöf í Hamrinum

Fréttir

Föstudaginn 16. desember skrifuðu Hafnarfjarðarbær og Bergid headspace undir áframhaldandi samstarf um að þjónusta ungt fólk í Hafnarfirði með lágþröskulda ráðgjafaþjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum. Upphaflegt samstarf hófast í mars 2021 og hefur þjónustan verið mjög vel nýtt og komið hafnfirskum ungmennum vel. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og fullan trúnaði auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis.

Hafnfirsk ungmenni fá áfram fría ráðgjöf í ungmennahúsinu Hamrinum 

Föstudaginn 16. desember skrifuðu Hafnarfjarðarbær og Bergið headspace undir áframhaldandi samstarf um að þjónusta ungt fólk í Hafnarfirði með lágþröskulda ráðgjafaþjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum. Þessi tímasetning var sérstaklega valin þar sem undirritunin var upphafið af aðalfundi Húsfélags Hamarsins og Músik & mótor og voru 14 ungmenni kosin í nýja stjórn fyrir árið 2023. Hafnarfjarðarbær og Bergið headspace hófu þetta samstarf í mars 2021 og hefur þjónustan verið mjög vel nýtt og komið hafnfirskum ungmennum vel. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og fullan trúnaði auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis.

Áframhaldandi samningi við Bergið var vel fagnað af nýkjörinni stjórn ungmennahúsa bæjarins.

Áframhaldandi samningi við Bergið var vel fagnað af nýkjörinni stjórn ungmennahúsa bæjarins.

Ráðgjafi í Hamrinum alla mánudaga 

Bergið headpace er með ráðgjafa í Hamrinum alla mánudaga og hægt er að bóka viðtal með að hafa samband beint við Möggu Gauju verkefnastjóra ungmennahússins í gegnum samfélagsmiðla Hamarsins eða Músik & mótor, hringja í síma 664-5551 eða koma í Hamarinn og ræða við hana eða annað starfsfólk. Einnig er hægt að bóka viðtal á www.bergid.is og taka fram að viðtalið eigi að fara fram í Hamrinum. Einnig er hægt að sækja þjónustuna í höfuðstöðvar Bergsins að Suðurgötu í Reykjavík ef það hentar viðkomandi betur.

Um Bergið headspace

Meginhlutverk Bergsins headspace er að veita ungmennum stuðning til að vinna út úr sínum málum á eigin forsendum. Markmiðið er að ungmenni öðlist betri líðan og auki virkni sína í daglegu lífi í skóla eða vinnu. Hlutverk ráðgjafa Bergsins er tvíþætt, að greina og meta vanda og veita stuðning og svo að ráðleggja og finna leiðir inn í þjónustu annars staðar. Þannig er Bergið headspace hjartað í miðjunni, miðpunktur þar sem ungt fólk og fjölskyldur þeirra geta haft samband, fengið sinn eigin ráðgjafa sem veitir stuðning og ráðgjöf og leggur mat á þörf á úrræðum. Ungmenni eiga greiðan aðgang að þjónustu og ráðgjöf. Allir ráðgjafar hafa klíníska menntun og reynslu af ráðgjöf, eru menntaðir félagsráðgjafar auk náms- og starfsráðgjafa. Þjónusta Bergsins leggur áherslu á andlega líðan, heilsu og virkni (nám og vinna) með lágþröskuldaþjónustu, upplýsandi ráðgjöf, áfallamiðaðri nálgun og valdeflingu.

Um Headspace hugmyndafræðina

Headspace hugmyndafræðin á rætur sínar að rekja til Ástralíu þar sem talið var að út frá ofangreindu þyrfti að sérsníða úrræði fyrir þennan aldurshóp. Meginmarkmiðið er að búa til aðgengilega, fordómalausa þjónustu með þátttöku ungmenna og fjölskyldna til að auka líkur á því að þjónustan sé nýtt. Hugmyndin er að þjónustan sjálf samþætti allar þarfir, s.s. líkamlega heilsu, andlega heilsu, fíkn og aðstoð við virkni s.s. vinnu og nám. Þessi aðstoð er unnin út frá hugmyndum um snemmtæka íhlutun, þar sem þverfagleg aðkoma að ungmenninu er tryggð. Fyrstu headspace stöðvarnar í Ástralíu opnuðu árið 2006 og eru þær í dag orðnar a.m.k. 110 og orðnar stór þáttur í heilsugæslu fyrir ungt fólk í Ástralíu, ekki síst í dreifbýlum svæðum landsins. Svo virðist sem Heaspace stöðvar í Ástralíu hafi náð því markmiði að auka mjög aðgengi ungs fólks að þjónustu. Rannsóknir á árangri eða útkomu ungmenna sem sótt hafa Headspace benda til að um 60% ungmenna sem þangað leita ná árangri, með betri líðan, meiri virkni eða bæði.  Miðstöðvar sem kenna sig við Headspace hafa einnig verið reknar í Danmörku frá árinu 2013. Þar eru stöðvarnar orðnar 18 og fer fjölgandi. Gerð var úttekt á þeirri þjónustu árið 2017 þar sem kom í ljós að skv. sjálfsmati skjólstæðinga fannst 78% þeirra sem leitaði til Headspace stuðningurinn hafa hjálpað sér, 50% sögðust upplifa minni einmanaleika og 70% sögðu að stuðningurinn hafi hjálpað til varðandi vinnu og nám. Þannig er talið að slík lágþröskuldaþjónusta minnki alvarleika geðrænna vandamála og geðsjúkdóma, brottfall úr framhaldsskólum sem leiðir til meiri atvinnuþáttöku og svo minni einmanaleiki og almennt betri lífsgæða.

Ábendingagátt