Breytingarbeiðni sorpíláta fyrir fjölbýli

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir breytingu á fjölda tvískiptra 240L íláta fyrir matarleifar og blandaðan úrgang hjá tví- og þríbýlum sem og 240L íláta fyrir matarleifar í fjölbýlum. Um tímabundið breytingarferli er að ræða frá 25. september til 30. nóvember 2023. Enginn aukakostnaður er vegna breytinganna á þessu tímabili.

Býrð þú í tvíbýlí, þríbýli eða fjölbýli og vilt fækka sorpílátum?

Opnað hefur verið fyrir breytingu á fjölda tvískiptra 240L íláta fyrir matarleifar og blandaðan úrgang hjá tví- og þríbýlum sem og 240L íláta fyrir matarleifar í fjölbýlum. Um tímabundið breytingarferli er að ræða frá 25. september til 30. nóvember 2023. Enginn aukakostnaður er vegna breytinganna á þessu tímabili.

Breytingarbeiðni sorpíláta fyrir hönd tví-, þrí-, eða fjölbýlis

Íbúar í Hafnarfirði eiga sín sorpílát sjálf

Íbúar og húsfélög í Hafnarfirði eiga sín sorpílát sjálf og sjá um kaup, viðhald og endurnýjun á þeim sem og útskipti milli sorpflokka. Við innleiðingu fjórflokkunar heimilissorps sumarið 2023 fengu sérbýli tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjölbýli 240L ílát fyrir matarleifar afhent til eignar til að geta uppfyllt fjórflokkun. Samkvæmt 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 skal söfnun á matarleifum, blönduðum úrgangi, plasti, pappír og pappa fara fram við íbúðarhús og ber að hafa sorpílát fyrir þessa úrgangsflokka.

Mat á rýmdarþörf og fjölda að reynslutíma loknum

Sumar og haust 2023 markaði ákveðinn reynslutíma í innleiðingu á nýrri fjórflokkun á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Nú ættu íbúar, meðal annars í Hafnarfirði, að vera komnir með góða tilfinningu fyrir rýmdarþörf vegna matarleifa og blandaðs úrgangs hjá tví- og þríbýlum og matarleifa hjá fjölbýlum. Frá og með 25. september til 30. nóvember 2023 býðst íbúum í tví-, þrí- og fjölbýli og þannig húsfélögum að endurskoða fjölda sorpíláta endurgjaldslaust.

  • Íbúar tvíbýla innan lóðarmarka geta sammælst um að hafa eitt 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og skila einu íláti.
  • Íbúar þríbýla innan lóðarmarka geta komið sér saman um að hafa tvö 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og skila einu íláti.
    Einnig er í boði að skila þrem 240L ílátum fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fá í staðinn eitt sameiginlegt 240L ílát fyrir matarleifar og láta endurmerkja eitt ílát fyrir plast fyrir blandaðan úrgang.
  • Húsfélög fjölbýla innan lóðarmarka geta sótt um að fækka 240L ílátum fyrir matarleifar. Huga þarf vel að rýmdarþörf óháð því hvort pláss sé fyrir ílátin í sorpgeymslum eða -gerðum en mörg húsfélög þurfa að láta setja upp viðbótar sorpgerði. 240L ílát fyrir matarleifar má einungis fyllast að ¾ hluta vegna þyngdar úrgangsins í ílátinu. Að lágmarki þarf að reikna 40L fyrir hverja íbúð í fjölbýlinu.

Forsvarsmaður tví-, þrí- og fjölbýlis sækir formlega um breytingu fyrir hvert heimilisfang. Umsókn er yfirfarin með tilliti til lágmarks rýmdarþarfar, skilafjöldi sorpíláta staðfestur ásamt tímasetningu og fyrirkomulag skilaferlis verður upplýst með tölvupósti. Spurningar tengdar breytingum á fjölda sorpíláta berist til: sorpflokkun@hafnarfjordur.is

Skoða má lóðarmörk heimilisfanga á Kortavef Hafnarfjarðarbæjar

Breytingarbeiðni sorpíláta fyrir hönd tví-, þrí-, eða fjölbýlis

Sorphirðutíðni sú sama óháð fjölda íláta

Sérstök athygli er vakin á því að sorphirðutíðni er sú sama óháð fjölda íláta. Ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang er losað á 2ja vikna fresti og þurfa íbúar að gera sér fulla grein fyrir rýmdarþörf miðað við þann úrgang sem fellur til og að ílátafjöldi dugi fyrir neyslu allra mánuða ársins og þann fjölda íbúa sem þar býr. Ef íláti er skilað með staðfestri breytingabeiðni þarf að kaupa nýtt ef bæta þarf við eða endurnýja síðar meir. Íbúar og húsfélög í Hafnarfirði eru hvött til að koma sorpílátum vel fyrir í sorpgeymslum, -skýlum og -gerðum fyrir veturinn. Ílát sem eru í skjóli fyrir veðri og vindum hafa lengri líftíma. Einnig er mikilvægt að greitt aðgengi sé fyrir sorphirðumenn að hverjum sorpflokki án þess að færa þurfi aðra sorpflokka frá.

Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt

Sértækar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði

Gjaldskrá 

Takk fyrir að flokka!

Ábendingagátt