Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Forsvarsmenn Búseta, Ístaks og bæjarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fimm íbúða raðhúsi félagsins í gærmorgun. Húsið verður fyrsta Svansvottaða bygging Búseta.
Fyrsta Svansvottaða húsnæði Búseta rís í Hafnarfirði. Fyrsta skóflustungan að fimm raðhúsum var tekin í dag, fimmtudaginn 22. maí.
Búseti húsnæðissamvinnufélag fékk úthlutað lóð að Axlarási 16–22 í lok síðasta árs. Nú hafa byggingaráform verið samþykkt og stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og ljúki í lok næsta árs.
Búseti hefur látið hanna fimm glæsileg raðhús á reitnum. Ístak sér um byggingu húsanna í samstarfi við aðra verktaka. Raðhúsin verða einnig fyrsta Svansvottaða nýbyggingarverkefnið sem Ístak stendur að. Það eru M11 arkitektar sem eiga heiðurinn af hönnun raðhúsanna sem Búseti byggir.
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, tók ásamt Bjarna Þór Þórólfssyni, framkvæmdastjóra Búseta, stjórn félagsins og fulltrúum Ístaks fyrstu skóflustunguna.
„Við erum ákaflega stolt af því að sjá hvernig húsbyggjendur hafa kosið að byggja umhverfisvænt vegna hvatningar bæjaryfirvalda að ívilna þeim sem það kjósa, “ segir hann. „Ég óska Búseta til hamingju og hlakka til að sjá húsið rísa.“
Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir það sanna ánægju að hefja framkvæmdir á Svansvottuðum raðhúsum við Axlarás í Hafnarfirði.
„Húsin eru einmitt af þeirri stærð og gerð sem félagsmenn okkar sækjast eftir. Í fasteignasafni Búseta er að finna allt frá minni íbúðum upp í rúmgóð sérbýli. Það er einkar ánægjulegt fyrir Búseta að fjölga íbúðum í Hafnarfirði,“ segir hann.
„Mikil eftirspurn skapast ávallt þegar félagið auglýsir íbúðir í bæjarfélaginu. Íbúðirnar sem Búseti á nú þegar í Hafnarfirði eru meðal annars í Birkihlíð, Bæjarholti, Þrastarási, Blikaási, Engjahlíð og Suðurhvammi. Búseti leggur mikið upp úr sjálfbærni og kann að meta þá hvatningu sem felst í ívilnun bæjaryfirvalda til þeirra sem vilja byggja vottaðar byggingar.“
Ár er frá því að fyrsta húsnæðið fékk Svansvottun í Hafnarfirði. Það var fjölbýlishúsið að Drangaskarði 11 og Hádeigsskarði 20. Bærinn endurgreiðir að hluta andvirði lóða sé byggt umhverfisvænt íbúum Hafnarfjarðar til heilla. Það hefur verið verktökum hvatning og hrint fjölda umhverfisvænna verkefna af stað.
Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd og á yfir 40 ára farsæla sögu. Á vef félagsins segir að slík félög séu í eigu allra félagsmanna og jafnan opin öllum óháð aldri og búsetu. Í dag telur fasteignasafn Búseta um 1.500 íbúðir og í þeim búa hátt í 4.000 manns, en síðustu sex ár hafa um 700 íbúðir bæst við safnið. Á síðasta ári bættust um 100 íbúðir við fasteignasafn Búseta. Félagsmenn í Búseta eru um 6.500 talsins.
Hafnarfjarðarbær óskar Búseta til hamingju.
Margt var um manninn þegar hafnfirski Siglingaklúbburinn Þytur hélt upp á hálf-aldarafmæli félagsins í húsakynnum Þyts við höfnina í gær,…
12 ára og yngri mega vera úti til klukkan 22 á kvöldin. 13 til 16 ára mega vera úti til…
Víkingahátíð, listasýningar, spjall um list og lestur á pólsku. Helgin er troðfull af gullmolum.
Nýir ærslabelgir hafa bæst við hóp belgjanna hér í Hafnarfirði. Einn er í Ljónagryfjunni á Eyrarholti. Hinn á Hörðuvöllum. Já,…
Hamranesskóli verður tekinn í notkun í þremur áföngum og sá fyrsti eftir ár. Ístak varð hlutskarpast í útboði og gengið…
Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar opnar að Strandgötu 8-10 stundvíslega kl. 8 þann 18. júní. Opið hús verður milli kl. 13-17 á þjóðhátíðardaginn…
Verk samtímamannanna Eiríks Smith og Sveins Björnssonar verða í Hafnarborg í sumar. Sýningarnar eru settar upp þar sem listamennirnir fæddust…
Hafnarborg býður börnum á aldrinum 6–12 ára að taka þátt í skapandi myndlistarrnámskeiðum í sumar.
Alls sóttu 55 þrjá opna viðtalstíma hjá bæjarstjóra á Thorsplani í morgun. Þetta var í þriðja sinn sem bæjarstjóri færir…
Opni leikskóli Memmm hefur tekið upp sumardagskrá. Hægt er að mæta víða í Hafnarfirði og Reykjavík tvisvar í viku. Skólinn…