Dagur Norðurlandanna

Fréttir

Fánum Norðurlandanna var flaggað við ráðhúsið á Norræna daginn sem er haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin þann 23. mars ár hvert

Dagur Norðurlandanna 23. mars

Dagur Norðurlandanna er haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin þann 23. mars ár hvert. Hafnarfjarðarbær er aðili að norrænu vinabæjarkeðjunni með Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi. Þá á Hafnarfjörður vinabæina Tvöroyori í Færeyjum og Illulissat í Grænland. Samvinna á milli bæjanna byrjaði eftir heimsstyrjöldina síðari þegar þeim fannst þörf á að styrkja sambandið á milli Norðurlandaþjóðanna.

Dagur Norðurlandanna 23. mars

Ráðhús Hafnarfjarðar á degi Norðurlandanna 23. mars

Fánum Norðurlandanna var flaggað við ráðhúsið á Norræna daginn 23. mars.

Í dag leggja þessir vinabæir aðallega áherslu á menningarleg samskipti, íþrótta- og viðskiptaleg tengsl og hittast reglulega á vinabæjarmótum sem haldin eru annað hvert ár. Mótin samanstanda af uppákomum æskulýðs-, íþrótta og menningarhópa frá bæjunum auk ráðstefna og málþinga um hin ýmsu sameiginlegu málefni norrænu bæjanna. Vinabæjarkeðjan stuðlar einnig að heimsóknum skólahópa og þekkingarheimsókna á milli staðanna.

Í mörg ár hafa Norrænu félögin staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum 23. mars og mun Höfuðborgardeild Norræna félagsins standa fyrir dagskrá í Norræna húsinu kl. 16 – 18.15 þennan dag í samstarfi við Norræna félagið á Ísland, Norræna húsið, Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð og eru öll hvött til að mæta.

Ábendingagátt