Dagur tónlistarskólans

Fréttir

Laugardaginn 14. febrúar verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í flest öllum tónlistarskólum landsins. Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er komin áralöng hefð fyrir dagskrá í skólanum þennan dag.

Laugardaginn 14. febrúar verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í flest öllum tónlistarskólum landsins. Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er komin áralöng hefð fyrir dagskrá í skólanum þennan dag.

Nemendur í Forskóla II koma með foreldrum sínum kl. 10.00 í Hásali þar sem kennarar skólans verða með hljóðfærakynningu, en nemendur í Forskóla II hefja flestir hljóðfæranám næsta vetur.

Að lokinni kynningu í Hásölum verður nemendum og foreldrum boðið að líta við í stofunum í skólanum þar sem kennararnir verða til að fræða nemendur og foreldra frekar um hljóðfærin og hljóðfæranámið.

Tónleikar verða síðan allan daginn í Tónlistarskólanum. Á Torginu í skólanum verða tónleikar kl. 13.15, 14.15 og 15.15 og í Hásölum kl. 13.30 og 14.30.
Að venju hefur mikill fjöldi gesta komið í Tónlistarskólann á þessum degi og  ávallt skapast mikill stemming í skólanum.

Dagur tónlistarskólanna í Tónkvísl.
Dagskráin í Tónkvísl hefst kl. 13.00 þegar kennarar opna stofur sínar og verða með lifandi tónlist,  hljóðfæraleik og söng ásamt því að ausa úr viskubrunni sínum ýmsum fróðleik til nemenda og foreldra sem koma í heimsókn.

Í Hallsteinssal hefjast tónleikar dagsins kl. 14.00. Sérstakir gestir í Tónkvísl verða þeir Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Ástvaldur Traustason jazzpíanóleikari sem kemur með  nemendur úr rytmísku deildinni í Tónlistarskóla Kópavogs. Samspilin í Tónkvísl leika síðan hvert af öðru af sinni alkunnu snilld með eða án Guðmundar trommara,  sem er einn af brautryðjendum í jazztónlist á Íslandi. Dagskránni í Tónkvísl lýkur kl. 15.30.

Heimsókn skóladeilda leikskólanna í Tónlistarskólann

Föstudaginn 13. febrúar fyllist Tónlistarskólinn af hressum krökkum frá leikskólum bæjarins. Yngri nemendur í tónlistarskólanum taka þá á móti leikskólakrökkunum og  kynna fyrir þeim  hin ýmsu hljóðfæri sem kennt er á við skólann.

 

 

Ábendingagátt