Skarðið vann Stíl hönnunarkeppnina

Fréttir

Félagsmiðstöðin Skarðið í Skarðshlíðarskóla bar sigur úr bítum í hönnunarkeppninni Stíl. Kolbrún, Þórdís, Aníta og Nicole skipuðu sigurliðið. Innilega til hamingju með frábæran sigur og flott verk.

Félagsmiðstöðvarnar Skarðið og Hraunið fengu viðurkenningu

Félagsmiðstöðin Skarðið í Skarðshlíðarskóla bar sigur úr bítum í hönnunarkeppninni Stíl. Keppnin var haldin laugardaginn 27. janúar í íþróttahúsinu Digranesi. Keppendur úr skólum Hafnarfjarðar stóðu sig allir með prýði. Þemað í ár var Steam Punk.

Stíll er skemmtileg keppni þar sem hugmyndaflug og hæfileikar fá að skína. Kolbrún Karó, Þórdís Sif, Aníta Guðrún og Nicole Jóna skipuðu sigurliðið, hóp A. Innilega til hamingju með frábæran sigur og flott verk.

Sköpunarkraftur ungs fólks er takmarkalaus

Félagsmiðstöðin Skarðið í Skarðshlíðarskóla var ekki sú eina hafnfiska sem stóð sig vel, því  Hraunið í Víðistaðaskóla fékk sérstaka viðurkenningu fyrir besta hárið í keppninni.

Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, heldur keppnina. Yfir 80 unglingar komu saman í 31 hópi. Eins og segir á vef samtakanna sýndi hver hópur að sköpunarkraftur ungs fólks er takmarkalaus.

Ungmennaráð Samfés valdi þemað Steam Punk og sýndu þátttakendur fram á færni sína í hönnun, hárgreiðslu, förðun og gerð hönnunarmöppu. Keppnin veitir ungu fólki tækifæri til að þróa og efla sköpunar- og hönnunarhæfileika sína, hitta jafnaldra og deila afrakstri margra mánaða undirbúningsvinnu.

Ábendingagátt