Fimm ára börn í hóp þeirra sem fá frístundastyrk

Fréttir

Fimm ára börn bætast í hóp þeirra barna sem fá frístundastyrk. Frá og með 15. ágúst fá fimm ára börn hálfan styrk eða 28.500 krónur á ári. Hafnarfjarðarbær hefur hingað til greitt styrkinn til 6-18 ára.

Fimm ára börn frá nú frístundastyrk

Sú breyting verður í haust að fimm ára börn fá nú einnig frístundastyrk. Börnin fá hálfan styrk, 28.500 krónur á ári eða 2375 frá og með 15. ágúst næstkomandi. Hingað til hefur Hafnarfjörður styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna 6–18 ára um 4.750 kr. á mánuði. Skref er nú stigið svo fleiri börn séu styrkt til tómstundastarfs. En hvernig virkar frístundastyrkurinn. Förum yfir það.

Hafnarfjarðarbær hvetur foreldra og forráðamenn til að nýta styrkinn og gefa börnum færi á að finna þá tómstund sem þau munu elska.

Nýting styrks

Þegar foreldrar eða forsjáraðilar skrá barn rafrænt í starf hjá íþrótta- og tómstundafélagi er hægt að velja að nýta frístundastyrk gegnum Sportabler hjá þeim félögum sem hafa samning við bæinn. Styrkurinn er dreginn frá þátttökugjöldum í hverjum mánuði. Því miður er ekki er hægt að endurgreiða styrk frá félagi ef búið er að ráðstafa styrknum þangað.

Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nemendur í tónlistarnámi geta einnig notað frístundastyrkinn.

 

Ábendingagátt