75% af heimiluðum hámarksfjölda í sundlaugar Posted nóvember 12, 2021 by avista Frá og með laugardeginum 13. nóvember munu allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar taka á móti 75% af heimiluðum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2016 eða síðar teljast ekki með. Er framkvæmdin í samræmi við nýja reglugerð um hertar aðgerðir vegna Covid19, sem tekur gildi á miðnætti og gildir til og með 8. desember. Sundlaugargestir eru beðnir um […]
Mikil innspýting í leikskólastarf í Hafnarfirði Posted nóvember 11, 2021 by avista Umtalsverðu fjármagni veitt í aukin hlunnindi og bætt kjör leikskólastarfsfólks Einn helsti áhersluþáttur fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2022 er að skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Markmiðið er að efla leikskólastigið, ýta undir verðskuldaða virðingu þess, minnka álag og auka áhuga á starfsvettvanginum. Á meðal þeirra aðgerða sem ráðist verður í á […]
Skert opnun í Ásvallalaug um helgina Posted nóvember 11, 2021 by avista Íslandsmeistaramót í sundi verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 12. – 14. nóvember. Ásvallalaug verður þar af leiðandi lokuð almenningi alla helgina; föstudag, laugardag og sunnudag. Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!
Jákvæð afkoma og mikil uppbygging Posted nóvember 10, 2021 by avista Skuldaviðmið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi Tillaga að fjárhagsáætlun 2022 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 10. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 842 milljón króna á árinu 2022. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 2,5% af heildartekjum eða 886 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir […]
Árið er 1951 – hátíðarhöld til heiðurs 70 ára Hafnfirðingum Posted nóvember 5, 2021 by avista Síðustu tvo dagana hafa staðið yfir hátíðarhöld í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju til heiðurs Hafnfirðingum sem fæddir eru árin 1950 og 1951. Tilefnið eru afmælisveislur fyrir þá Hafnfirðinga sem sjötugir urðu á árinu 2020 og sjötugir verða eða eru orðnir á árinu 2021. Hátíðarhöldin eru hefð sem skapast hefur síðustu árin og eru stórafmælis-veislurnar orðnar sjö […]
Aðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita Posted nóvember 5, 2021 by avista COVID-19: Innanlandsaðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita – mynd Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið […]
Samningur um nýjar skíðalyftur í Bláfjöllum Posted nóvember 5, 2021 by avista Uppbygging skíðaaðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026. Markmið uppbyggingarinnar er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir alla hópa skíðaiðkenda. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp nýjar stólalyftur, Gosi og […]
Brúin valin til þátttöku í alþjóðlegri keppni UNICEF Posted nóvember 5, 2021 by avista Nýverið var tilnefning um Brú Hafnarfjarðarbæjar send inn í alþjóðlega keppni Unicef sem ber heitið Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards og tekur Brúin þar þátt í flokknum Child-friendly social services eða barnvæn félagsþjónusta. Verklag Brúarinnar hefur verið í þróun frá 2018 og er markmiðið að samþætta þjónustu við leik- og grunnskólabörn Hafnarfjarðar […]
Árið er 1950 – afmælisveisla fyrir sjötuga Hafnfirðinga Posted nóvember 4, 2021 by avista Hefð hefur skapast fyrir því að bæjarstjóri Hafnarfjarðar bjóði öllum þeim Hafnfirðingum sem eru 70 ára á árinu til veislu í Hásölum. Ekki reyndist unnt að halda veislu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs og loksins í gær var hátíðin haldin í Hásölum. Rétt um 100 kátir Hafnfirðingar komu saman hlýddu á ljúfa tóna og fékk […]
Örstyrkir til menningar og lista á aðventunni Posted nóvember 1, 2021 by avista Viltu taka þátt í að auðga jólaandann á aðventunni? Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarmála á aðventunni. Til þess að styðja við hafnfirskt listafólk og hafnfirska menningu verður hluta af fjármagni Jólaþorpsins í Hafnarfirði úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á aðventunni 2021. Óskað er eftir hvers konar atriðum, upplifun og skemmtun […]