Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Á morgun föstudag er gert ráð fyrir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. Af þessu tilefni er rétt að ítreka hreinsun af snjóhengjum og grýlukertum af húsþökum í dag. Einnig er mikilvægt að hreinsa vel frá niðurföllum til að minnka líkur á að vatn flæði inn í hús og nota sand til að hálkuverja við húsnæði.
Á morgun föstudag er gert ráð fyrir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs eins og komið hefur fram í fréttum frá Veðurstofu Íslands. Eftir langan frostakafla stefnir í að það verði allt að 10 stiga hiti á láglendi með rigningu. Gular viðvaranir eru í kortunum á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. Almenningur er hvattur til að fylgjast vel með stöðu mála og fara varlega.
Af þessu tilefni er rétt að ítreka við húseigendur að þeir hreinsi snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum í dag. Ástæðan er sú að við þessar erfiðu veðuraðstæður geti fólki stafað hætta af þegar snjór og ís fellur niður. Við slíkar aðstæður getur einnig orðið umtalsvert eignatjón. Einnig er mikilvægt að hreinsa vel frá niðurföllum til að minnka líkur á að vatn flæði inn í hús. Talsvert eignatjón getur orðið af slíkum vatnstjónum eins og þekkt er, sem í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir. Einnig er rétt að benda á að ef fólk beitir hálkuvörnum við húsnæði, er ráðlagt að nota sand en ekki salt.
Hafnarfjarðarbær hlýtur Orðsporið 2023. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, afhentu Rósu Guðbjartsdóttur,…
Vika6 byggir á danskri hugmynd og er tileinkuð því að vekja athygli á mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og…
HHH – Hinsegin hittingur í Hafnarfirði er nú opinn alla fimmtudaga í félagsmiðstöðinni Vitanum í íþróttahúsinu við Lækjarskóla. Hittingurinn er…
Skapandi og framsækið frumkvöðla- og skólastarf í Hafnarfirði verður styrkt enn frekar með stofnun og opnun á nýju nýsköpunarsetri á…
Hafnarfjarðarbær sendir kvenfélagskonum í Hafnarfirði og um land allt sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins með hjartans þökk fyrir ómetanlegt framlag…
Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri…
Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa.…
Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka…
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2023 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss…
Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýju starfi meðal annars við því kefli að…