Gott aðgengi að sorptunnum tryggir tæmingu

Fréttir

Allt kapp hefur verið lagt á að ná áætlun í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að moka og sanda til að tryggja aðgengi að tunnum þannig að unnt sé að tæma.

Allt kapp hefur verið lagt á að ná áætlun í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirðubílar fóru um Norðurbæ Hafnarfjarðar í fyrradag, 17. janúar, en náðu ekki að tæma tunnur í a.m.k. fimm stigagöngum fjölbýlishúsa vegna aðgengis. Íbúar eru hvattir til að moka og sanda til að tryggja aðgengi að tunnum þannig að unnt sé að tæma.

Sorphirðudagatal hefur verið uppfært

Búið er að uppfæra áætlun og ættu upplýsingar um tæmingu að vera orðnar réttar í sorphirðudagatali á vef bæjarins. Mögulega er enn töf innan einhverra hverfa en ætti að vinnast upp á næstu dögum. Takk fyrir sýndan skilning á erfiðri stöðu sorphirðumála síðustu vikurnar og fyrir að tryggja gott aðgengi að tunnunum þannig að unnt sé að vinna upp seinkun eins fljótt og auðið er.

Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum og heimilisföngum

Ábendingagátt