Category: Fréttir

Fyrirmyndir í framsögn á íslenskri tungu

Stóra upplestrarkeppnin fagnar 25 ára afmæli í ár Stóra upplestrarkeppnin fagnar í ár 25 ára afmæli og hefur keppnin stækkað og eflst svo um munar með árunum og er nú haldin á landsvísu. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju í gær að viðstöddum fulltrúum frá grunnskólum Hafnarfjarðar, aðstandendum og boðsgestum. Þessi merkilega […]

Covid19: Stórhertar aðgerðir taka gildi á miðnætti

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Hertar reglur um sóttvarnaráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun […]

Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig vegna Covid19

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis: Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig vegna COVID-19 Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr hættustigi upp á neyðarstigi vegna COVID-19. Aflétting af neyðarstigi á hættustig var lýst yfir 12. febrúar sl. því þá gekk vel að ná niður COVID-19 smitum í samfélaginu. Þessi […]

Tilkynning vegna starfsdags í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu

Áríðandi tilkynning – starfsdagur til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars  Allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan 12 á morgun vegna hertra sóttvarnarráðstafana sem taka gildi nú á miðnætti. Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.  Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi […]

Nemendur í Víðistaðaskóla stofna Menntakerfið okkar

Félagið Menntakerfið okkar var stofnað af nemendum í 10. bekk Víðistaðaskóla í nóvember 2020 og vill hópurinn á bak við félagið benda á og taka virkan þátt í samtali um hvernig uppfæra og betrumbæta megi íslenskt menntakerfi í takti við nýja tíma, þarfir og áskoranir. Nemendur byggja hugmyndir sínar á eigin grunnskólareynslu, upplifun vina og […]

Vinabær tekur fyrstu skóflustunguna

Hópurinn á bak við Vinabæ hefur nú tekið fyrstu skóflustunguna að framtíðarhúsnæði sínu að Stuðlaskarði 2 í Skarðshlíðarhverfi. Rekstrarfélag Vinabæjar er hlutafélag í eigu sex einstaklinga og aðstandenda þeirra sem hefur þann tilgang að sjá um þjónustu við íbúar Vinabæjar og mun félagið sjá um byggingu húsnæðisins að Stuðlaskarði. Ráðgert er að íbúðirnar verði tilbúnar […]

Dagur Norðurlanda er í dag 23. mars

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur þann 23. mars ár hvert. Í ár eru 70 ár frá því að Hafnarfjörður gerðist aðili að norrænu vinabæjarkeðjunni með Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi. Þá á Hafnarfjörður vinabæina Tvöroyori í Færeyjum og Illulissat í Grænland. Samvinna á milli bæjanna byrjaði eftir heimsstyrjöldina síðari þegar […]

Við minnum á Covid19 samfélagssáttmálann

Að gefnu tilefni er meðfylgjandi endurbirt með vinsamlegri beiðni um fulla og virka þátttöku allra. Í ljósi frétta síðustu daga er rétt að minna á samfélagssáttmálann. Sáttmála sem gilt hefur frá því að Covid19 barst til landsins í mars 2020.  Við minnum á samfélagsáttmálann We would like to remind you about the community pledge Chcielibyśmy […]

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Í gær skrifuðu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastóri SSH og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, undir samning um Ratsjánna á höfuðborgarsvæðinu. Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og er um að ræða ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og […]

Haustsýning Hafnarborgar 2021 – vinningstillaga

Listráð Hafnarborgar hefur valið Samfélag skynjandi vera, í sýningarstjórn Wiolu Ujazdowska og Huberts Gromny, sem haustsýningu ársins 2021. Með því að bjóða fjölbreyttum hópi – listamönnum, fræðimönnum og fleirum – að taka þátt í sýningunni vilja sýningarstjórarnir skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir. Þannig mun sýningin […]