Category: Fréttir

Styrkir vegna náms og tækjakaupa fatlaðs fólks

Styrkir vegna náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrk skv. 25. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Styrkurinn er ætlaður til að auðvelda fötluðu fólki að verða sér […]

Hraðpróf stytta ekki sóttkví eða einangrun

Hraðpróf (sjálfspróf) stytta ekki sóttkví eða einangrun Borið hefur á þeim misskilningi að neikvætt hraðpróf (sjálfspróf) geti aflétt sóttkví eða jafnvel aflétt einangrun einstaklings með COVID-19. Hraðpróf geta hvorki komið í staðinn fyrir né stytt sóttkví eða einangrun. Sjá tilkynningu á vef Embættis landlæknis  Sóttvarnalæknir minnir á eftirfarandi en reglugerð um sóttkví og einangrun má […]

Ærslabelgir – breyttur opnunartími

Opnunartími á ærslabelgjum helst í hendur við útivistartíma barna og ungmenna   Ærslabelgirnir þrír sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda í sumar.  Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september verða belgirnir opnir frá kl. kl. 9 – 20 alla daga allt […]

Covid19 – meiri tilslakanir og áætlanir um notkun hraðprófa

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera enn frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum sem tóku gildi 28. ágúst sl. Grímuskylda á viðburðum utandyra hefur verið felld brott og skýrar kveðið á um heimild til að halda einkasamkvæmi í veislusölu og sambærilegu húsnæði fram yfir miðnætti. Ráðherra hefur einnig ákveðið nánari útfærslu á notkun hraðprófa á viðburðum. Sjá tilkynningu […]

Saman í takt – samstarf skólastiga í Skarðshlíðarskóla

Saman í takt er samstarfsverkefni leik-, grunn- og tónlistarskóla Skarðshlíðar Fyrsti sameiginlegur starfsdagur allra skólastiga og starfseininga í Skarðshlíðarskóla var haldinn í upphafi síðustu viku. Þar komu saman á hátíðarsal skólans starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Skólastjórnendur stigu á stokk með kynningu á starfsemi síns skóla og væntingar til vetrarins auk þess sem Dr. Helga […]

Tilslakanir og aðferðafræði temprunar ákveðin á fundi ríkisstjórnar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 […]

Mundu eftir frístundastyrknum!

Frístundastyrkur Hafnarfjarðarbæjar er hugsaður fyrir öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára sem skráð eru í virkt íþrótta- og tómstundastarf. Um er að ræða mánaðarlegan styrk til lækkunar á þátttökugjöldum. Við rafræna skráningu hjá íþrótta- og tómstundafélögum, innan eða utan Hafnarfjarðar, geta foreldrar og forráðamenn valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum. […]

Grunnskólastarf hefst 24. ágúst

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun þriðjudaginn 24. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á grunnskólabekk þetta haustið samanlagt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim eru yfir 350 börn að hefja nám í 1. bekk og svipaður nemendafjöldi lauk námi úr 10. bekk í vor svo nemendafjöldinn í Hafnarfirði er svipaður milli […]

Stóri læsisdagurinn í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar

Læsi er lykillinn að fróðleik og þekkingu Stóri læsisdagurinn fór fram í fyrsta skipti í grunnskólum Hafnarfjarðar í vikunni. Dagskráin var tvískipt og var ráðstefnu fyrir umsjónarkennara í 1.-4. bekk, sérkennara, stuðningsfulltrúa, deildarstjóra yngsta stigs og stoðþjónustu, stjórnendur frístundaheimila og skólastjórnendur grunnskóla Hafnarfjarðar streymt í aðra skóla bæjarins frá fyrirlestrarsal Skarðshlíðarskóla. Farið var yfir niðurstöður […]

Ertu í leit að skapandi og skemmtilegu starfi?

Komdu að vinna með okkur! Hafnarfjarðarbær leitar að faglegum, áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til starfa hjá leikskólum bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 2000 starfsmenn. Leikskólar sveitarfélagsins eru sautján talsins og er hér um að ræða fjölbreytt og spennandi störf í metnaðarfullu starfsumhverfi. Sérstök athygli er vakin á því að ef ekki […]