Category: Fréttir

Nú mega útilegutækin hverfa af bílastæðum skólanna

Í sumar, líkt og síðustu tvö sumur, var opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni hafa verið nú í sumar á bílastæðum við m.a. grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Nú líður að því að allt skólastarf fari á fullt og starfsfólk skólanna þegar farið að mæta til starfa. Eftirlegutæki eru farin að […]

Annalísa og Katrín – skapandi sumarstörf

Listakonurnar og vinkonurnar, Annalísa Hermannsdóttir og Katrín Helga Ólafsdóttir, eru að vinna að gerð þriggja mismunandi tónlistarmyndbanda sem verða gefin út í lok sumars. Þær vinkonur vinna að þeim á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Mikið lagt í hið sjónræna efni Eitt tónlistarmyndbandanna sem Katrín er hvað mest að vinna að þessa daganna, er handteiknað […]

Grænar greinar frá Orkusölunni

Orkusalan kom færandi hendi í dag og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók við grænum greinum Orkusölunnar frá orkuráðgjafa fyrirtækisins sem eru á ferðinni um landið og afhenda öllum sveitarfélögum landsins greinar til gróðursetningar. Um að ræða sitkaelri sem garðyrkjustjóri mun […]

Hjallabraut 49 – framlengdur tilboðsfrestur

Tilboðsfrestur í lóðina að Hjallabraut 49 í Hafnarfirði hefur verið framlengdur til kl. 12:00 mánudaginn 23. ágúst. Uppbygging í grónu hverfi á jaðri útivistarsvæðis við Víðistaðatún Á lóðinni er heimilt að byggja tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum og þrjú einbýlishús á einni hæð. Samtals tíu sérbýli og er […]

Umsóknir um menningarstyrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 13. september. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að […]

Lágt vatnsborð í Hvaleyrarvatni

Hvaleyrarvatn hefur verið bæjarbúum hugleikið síðustu vikur vegna vatnsleysis. Í fyrra sumar var oft sannkölluð strandarstemning við vatnið en nú er staðan önnur.   Vatnsborðið í Hvaleyrarvatni er tengt grunnvatnsstöðu og er hún afar lág núna. Skýring á þessari lágu grunnvatnsstöðu er talin vera snjóléttur síðasti vetur og frekar lítil úrkoma í sumar. Vatnsborðið í […]

Á léttum nótum – Skapandi Sumarstörf

Óaðskiljanleg síðan þau kynntust í kór á fyrsta ári í MH Söngtríóið „Á léttum nótum“, þau Helga Guðný Hallsdóttir, Breki Sigurðarson og Laufey Ósk Jóns, hafa sungið víða um Hafnarfjörðinn í sumar á vegum Skapandi Sumarstarfa. Meðlimir hópsins kynntust á fyrsta ári í kór Menntaskólans við Hamrahlíð í og hafa síðan þá verið óaðskiljanleg. Hópurinn […]

Endurnýjun leikvalla – nýtni í fyrirrúmi

Unnið er að lagfæringu og endurnýjun leikvalla um Hafnarfjörð. Í vikunni kláruðu vaskir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar ásamt verktökum endurnýjun á opnum leik- og sparkvelli við Einarsreit. Þar var fyrir malarvöllur og gömul leiktæki sem máttu muna sinn fífil fegurri. Það vildi svo til að verið var að endurnýja gervigrasið á KSÍ sparkvellinum við Áslandsskóla og þar […]

Mælistika á bókasafninu

Á Bókasafni Hafnarfjarðar hefur verið sett upp tveggja metra há mælistika. Hugmyndin er að börn sæki sér bók á Bókasafninu og kanni hæð sína í leiðinni. Í næstu heimsókn á Bókasafnið geta þau þá mælt sig aftur og athugað hvort þau hafi stækkað frá því síðast. Stikan gerir þó ráð fyrir fólki á öllum aldri […]

Tuk tuk rafhjólið er á fullri ferð um Hafnarfjörð í sumar

Fagurbláa Tuk tuk rafhjólið verður á ferð um bæinn í sumar og verður notað sem færanleg upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gesti og gangandi. Meðal annars til að dreifa bæklingum, fróðleik og hugmyndum til þeirra sem eru að ferðast um bæinn. Hjólið fer víðsvegar um Hafnarfjörðinn, á helstu ferðamannastaði og viðburði í grennd við miðbæinn. Það er […]