Category: Fréttir

Litli Ratleikur – páskagjöf til íbúa og vina Hafnarfjarðar

Heilsubærinn Hafnarfjörður og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman í samkomubanninu og gefið út Litla ratleik í fyrsta sinn. Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Hann er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar að engin ratleiksmerki eru á staðnum eða ratleikskort en hægt er að stunda hann hvenær […]

Örspjall við eldri borgara

Þjónusta við eldri borgara í Hafnarfirði er allajafna fjölbreytt, bæði inn á heimilum og utan þeirra. Eftir að samkomubann var fyrst sett á í byrjun mars var ákvörðun tekin um að fella tímabundið niður félagsstarf eldri borgara og loka sameiginlegum mötuneytum til að gæta fyllstu varúðar og öryggis. Heimaþjónusta; heimilisþrif, félagslegur stuðningur og aðstoð við […]

Spjaldtölvur að láni fyrir skjáinnlit á tímum Covid19

„Það eru ekki allir í þeirri stöðu að hafa stóra fjölskyldu í kringum sig sem sér til þess að félagslegri þörf og þörf fyrir samskipti og það að „hitta“ einhvern sé uppfyllt“ segir Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu á fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær tók þá ákvörðun að afhenda hópi eldri borgara spjaldtölvur til […]

Hefur starfað með 12 bæjarstjórum

Eygló Hauksdóttir hefur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ frá árinu 1977, í tíð 12 bæjarstjóra. Hún verður sjötug í apríl og viðurkennir að þykja einkennileg tilhugsun að hætta á tímum samkomubanns en lítur afar þakklát yfir farinn veg og hefur engar áhyggjur af eirðarleysi þegar hún lýkur störfum í þessum mánuði. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Eygló á dögunum.  […]

Tími til að lesa: Setjum fyrsta heimsmetið í lestri

Ræktum lesandann og setjum fyrsta heimsmetið í lestri Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti þann 1. apríl af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Við hvetjum Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til virkrar þátttöku Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda […]

Hundruð íbúða rísa í Hamranesi

,,viðtökur lóðaúthlutunar afar jákvæðar fréttir inn í hafnfirskt samfélag“ segir bæjarstjóri. Hafnarfjarðarbær óskaði á haustmánuðum 2019 eftir áhugasömum þróunaraðilum til þátttöku í uppbyggingu byggðar á fjórum reitum í fyrsta áfanga Hamraness í Hafnarfirði. Alls bárust 11 umsóknir. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti, á fundi sínum sl. miðvikudag, tillögu bæjarráðs um úthlutun reitanna til fjögurra hópa sem samsettir […]

Fjölbreytt virkni bæjarbúa í samkomubanni

Nú eru tæpar þrjár vikur liðnar af samkomubanni vegna covid19 og hjá Hafnarfjarðarbæ leitar starfsfólk bæjarins leiða til að miðla heilsueflandi hugmyndum og viðburðum sem voru skipulagðir heim í stofu í gegnum samfélagsmiðla. Að sögn Andra Ómarssonar viðburðastjóra hafa íbúar verið sérstaklega duglegir að hreyfa sig og njóta útivistar síðustu daga og vikur. Bæjarblaðið Hafnfirðingur […]

Samkomubann framlengt til að hefta útbreiðslu Covid19

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur […]

Gjafabréf á góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur síðustu daga og vikur lagst á eitt í því mikilvæga verkefni að halda úti þjónustu sveitarfélagsins sem verður að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Þannig hefur mannauðurinn fetað saman óþekktan veg nýrra áskorana sem kallað hafa á endurskoðun og uppstokkun á veittri þjónustu og sveigjanleika í starfi starfsfólks sem mætt hefur […]

Covid19 – hvað má og hvað ekki?

Á þessu upplýsingaspjaldi eru skýrar myndrænar leiðbeiningar um hvað má og má ekki gera meðan Covid19 faraldurinn gengur yfir.  Við erum ÖLL almannavarnir Það er afar mikilvægt að allir séu með reglurnar á hreinu og fari eftir þeim til fækka smitum. Þarna er sett fram með einföldum hætti hvað má gera eftir því hvaða hópi […]