Category: Fréttir

Umferð um vef bæjarins hefur stóraukist

Unnin hefur verið greining á umferð um hafnarfjordur.is á fyrri hluta ársins 2020. Í stuttu máli má segja að umferð um vefinn hefur stóraukist og sprenging orðið í lestri á fréttum. Þetta hefur verið óvenjulegt ár fyrir margra hluta sakir og áhrif Covid19 eru bersýnileg á vefnum eins og annars staðar. Ný ábendingagátt fær góðar […]

Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Menntasetrinu við Lækinn og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Hafnarfirði. Ókeypis kynningartímar eru í boði bæði staðbundnir og Live Online á netinu. Skráning á dale.is/ungtfolk Krefjandi og skemmtilegt námskeið […]

Fleiri íbúar flytja inn í sex sérbýla kjarna að Arnarhrauni

Fleiri íbúar flytja inn á Arnarhraunið Tveir íbúar til viðbótar hafa nú flutt inn á nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni en fyrstu tveir fluttu inn á fallegum sumardegi um miðjan ágúst. Arnarhraunið mun fullbúið hýsa heimili fyrir sex einstaklinga og munu síðustu tveir flytja inn um áramót. Allir þessir íbúar eru að flytja að heima í […]

Karmelklaustrið fær heiðursskjöld Snyrtileikans 2020

Snyrtileikinn heiðraður í Hafnarfirði Karmelklaustrið við Ölduslóð hlaut heiðursskjöld Snyrtileikans 2020 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll nú í vikulok. Níu eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða og þar af fengu tveir garðar sérstaka hvatningarviðurkenningu þar sem þeir eru með fyrstu görðunum sem eru tilbúnir í Skarðshlíðinni, nýjasta […]

Rýmri samkomutakmarkanir taka gildi 7. september

Sjá tilkynningu á vef StjórnarráðsinsGildistími nýrrar auglýsingar: 7. september – 27. september 2020. Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur […]

Er trjágróður á þinni lóð nokkuð til vandræða fyrir aðra?

Trjágróður í Hafnarfirði hefur vaxið vel í sumar og á mörgum stöðum vel út á gangstéttir og gönguleiðir sem í mörgum tilfellum þýðir að gróðurinn er farinn að byrgja sýn bæði gangandi vegfarenda og akandi. Sjónlína akandi á alltaf að vera óhindruð og gangandi vegfarendur (þar á meðal nemendur á leið sinni til og frá […]

Plastlaus september – tökum virkan þátt!

Plastlaus september er árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og ljóst að farvegurinn er frjór þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi. Átakið er árlegt og undirbúningsvinna stendur yfir allt árið – til dæmis með fræðslu um plastlausar lausnir á Facebook, Instagram og Snapchat, og í […]

Göngum í skólann verkefnið hófst í dag! Tökum þátt!

Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hófst í dag miðvikudaginn 2. september í fjórtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Welcome! Nýr enskur vefur kominn í loftið!

Nýr enskur vefur Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Vefurinn er að stóru leyti eftirmynd af íslenskum vef sveitarfélagsins sem samhliða fór í efnislega endurskoðun. Allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins við samfélagshópa á öllum aldri, skóla, félagslegan stuðning, umhverfi og samgöngur hafa verið þýddar yfir á enska tungu og á næstu dögum verður hægt að […]

Heilsuefling er eftirsóknarverð

Fyrir fimm árum varð Hafnarfjarðarbær heilsueflandi samfélag. Í aðalnámskrá sem kom út 2011 eru heilsa og heilbrigði meðal grunnþátta menntunar. Með henni fengu skólarnir aðgang að fulltrúa Embætti landlæknis sem veitir ráðgjöf og jafnvel endurgjöf og einnig tækifæri til vinna markvisst að því að nýta þau verkfæri til að þetta auðvelda þeim ferlið. Í dag […]