Þrif á vinnustaðamerkingum á Reykjanesbraut Posted febrúar 21, 2020 by avista Í dag, föstudaginn 21. febrúar kl. 10 verður Reykjanesbraut lokað milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta vegna þrifa á vinnustaðamerkingum. Bent er á hjáleið um Ásbraut. Gera má ráð fyrir að lokunin standi yfir í klukkutíma. Fyrirfram þakkir fyrir sýnda biðlund!
Ábendingalína Barnaheilla til hjálpar börnum Posted febrúar 21, 2020 by avista Samstarf um aukið netöryggi Nýverið var ný tilkynningasíða Ábendingalínunnar opnuð á vefslóðinni barnaheill.is/abendingalina . Allir þeir sem starfa með og fyrir börn, eru beðnir um að kynna Ábendingalínuna fyrir börnum í sínu umhverfi. Jafnframt vonast Barnaheill eftir því að allt samfélagið nýti Ábendingalínuna til að tilkynna um ofbeldi, tælingu, áreitni eða hvaðeina annað sem er […]
Jón Jónsson spjallar um heilbrigðan lífstíl 10. árið í röð Posted febrúar 21, 2020 by avista Þessa dagana heimsækir hafnfirski tónlistarmaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson alla nemendur í 8. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði – tíunda árið í röð og spjallar við þá um heilbrigðan lífstíl. Forvarnarverkefnið er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Hafnarfjarðarbæjar sem hafa síðustu ár unnið að forvörnum gegn tóbaksneyslu barna og ungmenna. Mælanlegur árangur af þessu samstarfi Rannsóknir […]
Barnalaugar í Ásvallalaug lokaðar fram yfir helgi Posted febrúar 21, 2020 by avista Vakin er sérstök athygli á því að 16 m kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í Ásvallalaug eru lokaðar frá þriðjudeginum 18. febrúar til og með mánudeginum 24. febrúar vegna viðhaldsframkvæmda og lagfæringa. Þökkum sýndan skilning!
Hafnfirsk hugsjónamanneskja í ráðgefandi hlutverki Posted febrúar 21, 2020 by avista Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra […]
Tilboðsfrestur í lóðina Hrauntungu 5 rennur út 24. febrúar Posted febrúar 20, 2020 by avista Þann 10. febrúar síðastliðinn var auglýst laus til tilboða lögaðila lóðin að Hrauntungu 5. Vakin er athygli á því að tilboðsfrestur rennur út mánudaginn 24. febrúar kl. 10. ______________________________________ Óskað er eftir tilboðum lögaðila í lóðina Hrauntungu 5. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú tveggja hæð íbúðarhús. Þar af tvö parhús og eitt einbýlishús, […]
Afhending hvatningarverðlauna MsH 2020 Posted febrúar 20, 2020 by avista Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fóru fram í Hafnarborg 18. febrúar 2020. VON mathús fékk Hvatningarverðlaun MsH og Fjarðarkaup, Lífsgæðasetur St. Jó og Þorgeir Haraldsson fengu viðurkenningar MsH. Leikarinn og fyrirlesarinn Bjartur Guðmundsson hitaði salinn upp með jákvæðni áður en sjálf viðurkenningin fór fram og er óhætt að segja að hann hafi slegið rækilega í gegn. Hér […]
Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina Posted febrúar 18, 2020 by avista Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina árið 2020 eða 54.000 kr. á ári samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ á frístundastyrkjum hjá 16 sveitarfélögum landsins. Sjá frétt á vef ASÍ Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunarMörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til […]
Frítt í sund í vetrarfríi Posted febrúar 18, 2020 by avista Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 20. og 21. febrúar 2020. Frítt er í sund í Hafnarfirði þessa daga fyrir alla fjölskylduna: Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar Vakin er sérstök athygli á því að frá og með áramótum hafa börn og ungmenni yngri en 18 ára farið frítt í sund í Hafnarfirði. Þessa tvo daga (20. […]
Hleinar að Langeyrarmölum, Brúsastaðir II Posted febrúar 18, 2020 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Hleinar að Langeyrarmölum, og nær til lóðarinnar við Brúsastaði II, í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að afmarkaður er byggingarreitur sem er 14m x 14m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,5 í stað […]