Category: Fréttir

Takk Lionsklúbburinn Ásbjörn!

Lionsklúbburinn Ásbjörn heimsótti heimilið að Steinahlíð í lok nóvember og færði íbúum og starfsfólki 200.000.- kr. til húsbúnaðarkaupa. Nú prýða ný kaffivél, nýtt sjónvarpstæki og stofuborð heimilið og er óhætt að segja að heimilisfólkið sé alsælt með gjöfina. Lionsklúbburinn Ásbjörn, sem stofnaður var 1973, starfar að góðgerðarmálum í Hafnarfirði, á Íslandi og í alþjóðaverkefnum Lionsclubs […]

Gjöf frá Áslandsskóla til Mæðrastyrksnefndar

Undanfarin fjórtán ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Ásta Eyjólfsdóttir, formaður nefndarinnar, heimsótti  Áslandsskóla í morgun og tók formlega á móti gjöfinni úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Nemendur í 5. bekk skólans voru viðstaddir og fengu m.a. fræðslu um hvað verður um þá fjármuni sem safnast. Í ár […]

Komdu í sund á aðventunni og yfir jólahátíðina

Það ættu allir að komast í jólasundið – opnunartími aukinn yfir jólahátíðina! Jólasund er góð samverustund og sundlaugarnar í Hafnarfirði vel til þess fallnar að uppfylla þarfir allra samfélagshópa enda ólíkar. Sundlaugarnar eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Þannig einkennir Sundhöll Hafnarfjarðar gömul saga og rólegt andrúmsloft, Ásvallalaug fjölskylduvænt umhverfi og […]

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar samþykkt

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 16. desember. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221 milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5% […]

Hver á best skreytta húsið? Frestur rennur út í dag!

Frestur til tilnefninga fyrir best skreytta jólahúsið í Hafnarfirði rennur út í dag en senda má ábendingar á jolathorp@hafnarfjordur.is til og með 15. desember. Í nóvember voru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun og senda inn ábendingar um þau hús í Hafnarfirði sem þykja bera af í jólaskreytingunum þetta […]

Lækur er athvarf fyrir fólk með geðrænan vanda

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda . Athvarfið flutti nýlega í Staðarberg 6 og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta. Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar […]

Tónleikaröðin Streymi – ungt listafólk stígur á stokk

Hamarinn og Músík og mótor standa fyrir tónleikaröð sem gengur undir nafninu ,,Streymi“ og verður þeim streymt beint frá ungmennahúsinu Hamrinum í janúar. Stefnt er af því að vera með tónleika föstudagana 15., 22. og 29. janúar. Hljómsveitin Blóðmör, sem sigraði í Músíktilraunum í fyrra, er dæmi um hljómsveit sem hefur verið að æfa í […]

Starfsánægjan hefur góð áhrif á börnin

Í fimm ár hefur starfsfólki í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar staðið til boða námsstyrkir frá bænum til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Markmiðið með framtakinu er að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum sveitarfélagsins og þar með í hópi leikskólakennara.  Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti tvö af þeim 30 sem hafa tekið þessum möguleika fegins hendi þetta skólaár, þau […]

Styrkir úr sjóði Friðriks afhentir

Föstudaginn 27. nóvember voru 140 ár liðin frá fæðingu Friðriks Bjarnasonar, organista og tónskálds en helsta lag/ljóð þeirra Guðlaugar Pétursdóttur eiginkonu hans er héraðssöngur okkar Hafnfirðinga: „Þú hýri Hafnarfjörður“. Þau hjón gáfu Hafnarfjarðarbæ svo til allar eigur sínar áður en þau létust og af gjafafé þeirra stofnaður sjóður til styrktar og eflingar sönglífi í Hafnarfirði. […]

Velkomin í jólaævintýralandið í Hellisgerði

Sannkallað jólaævintýraland er risið í Hellisgerði, þessum nær 100 ára gamla og gullfallega lystigarði Hafnfirðinga í miðbæ Hafnarfjarðar. Við inngang í Hellisgerði frá Reykjavíkurvegi er nú búið að reisa stórt rautt jólahjarta og síðan tekur við ævintýraveröld ljósa og lystisemda. Ljósaseríur og ljósafígúrur sem gleðja augað og andann. Hjónin og Hafnfirðingarnir Jóhanna Guðrún og Davíð […]