Category: Fréttir

Fimmtán verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. Fimmtán verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til menningarverkefna sem líkleg eru til […]

Drög að rammaskipulagi hafnarsvæðis

Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is auk þess sem hægt er að senda hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð. Sjá fyrirliggjandi drög […]

Bæjarbúar taki þátt í mótun nýrrar menntastefnu

  Hjá Hafnarfjarðarbæ er í mótun ný menntastefna í virku samstarfi allra hagsmunaaðila og áhugasamra sem verður tilbúin á vormánuðum 2020 og gildir í 10 ár. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir að skólastefna eigi að vera einföld og sameina grunngildi allra í skólasamfélaginu. „Við þurfum að draga upp sameiginlega mynd af því […]

Getum bætt svefn á margan hátt

Góður nætursvefn eykur lífsgæði, hamingju og framleiðni og er ein mikilvægasta grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður íbúum og öllum öðrum áhugasömum að eiga saman notalega kvöldstund í Bæjarbíói 16. október næstkomandi. Þar verður m.a. fjallað um leiðir til að öðlast betri nætursvefn. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa […]

Nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar. Hún hefur frá árinu 2008 starfað hjá Bókasafni Kópavogs, nú síðast sem útibússtjóri Lindasafns ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Bókasafns Kópavogs. Áður starfaði Sigrún í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur frá 2001 til 2007. Sigrún er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands […]

Krabbameinsfélagið heimsækir Hafnarfjörð

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu. Hafnarfjörður var sóttur heim í síðustu viku.  Í nýliðinni viku heimsóttu stjórn og stjórnendur Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins Hafnarfjörð og voru það bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- […]

Bæjarstjórnarfundur 16. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 16. október Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga. Á sama tíma og skipulagsmál geta verið skapandi og skemmtileg þá geta þau líka verið margslungin og […]

Leiguíbúðir í Skarðshlíð tilbúnar í nóvember

Öruggt húsnæði í langtímaleigu fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur. Tólf leiguíbúðir í Skarðshlíð verða tilbúnar til afhendingar um miðjan nóvember. Leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Skarðshlíð íbúðarfélag hses og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbygginguna í maí á síðasta ári. Stofnaðili Skarðshlíðar íbúðarfélags […]

Vilt þú taka þátt í að þróa nýtt landsvæði?

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um skipulagsvinnu og uppbyggingu á landsvæði sem nefnist Hamranes. Svæðið er sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð. Svæðið er um 25 hektarar að stærð og verður tenging inn á svæðið frá Ásvallabraut. Leitað er eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. Þróunaraðilar að fyrsta áfanga Hafnarfjarðarbær leitar eftir þróunaraðilum að fyrsta […]