Category: Fréttir

Um það bil 700 manns heimsóttu St. Jósefsspítala á laugardag

Um helgina var opið hús í St. Jósefsspítala en þar var boðið upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gafst kostur á að koma á framfæri hugmyndum um framtíð húsnæðisins. Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum […]

Bæjarstjórn einhuga í stuðningi við aukna þjónustu Strætó bs.

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í sér stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs.  Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga […]

Bæjarstjórnarfundur 30. ágúst

Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17.  Meðal efnis á fundi eru ungmennaráð tillaga að aðstöðu í skólum, sjálfsvörn og lífsleikni.

Nýr kastali í leikskólanum Vesturkoti

Í sumar hófust framkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar á leiksvæði leikskólans Vesturkots. Gamli kastalinn var tekinn, svæðið lagað og hafist handa við að setja nýjan flottan kastala. Sett var nýtt undirlag úr gervigrasi og mjúku undirlagi. Gömlu römburnar voru einnig teknar enda gamlar og ónýtar. Í staðinn fengum við flott gormatæki fyrir 2-4 nemendur sem vakið […]

Opið hús í St. Jósefsspítala

  Laugardaginn 2. september næstkomandi verður boðið uppá opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins.  Hafnarfjarðarbær hefur eignast allt húsnæðið sem er 3.000 fermetrar og skuldbundið sig til að reka […]

Skólabyrjun 2017

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hófst í dag. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, og af þeim 95 börn sem hefja nám í nýjum Skarðshlíðarskóla. Skarðshlíðarskóli mun í vetur verða starfræktur í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Skóflustunga að húsnæði skólans var tekin í gær, 21. ágúst og mun skólastarf hefjast í nýjum skóla […]

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN AÐ SKARÐSHLÍÐARSKÓLA TEKIN Í DAG

 Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin kl 15:00 í dag. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé Hafnarfjarðarbæjar, einkum tekjur af lóðasölu. Skarðshlíðarskóli hóf starfsemi í vikunni í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju en þar fer kennslan fram á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga […]

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi breytingartillögu á fundi sínum þann 12. maí sl.: Fjölskylduráð leggur til að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig er lögð til breyting á 4.gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingin gildir frá 1. janúar 2017. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem samþykkti í […]

Tilboð lögaðila opnuð í lóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, í morgun

Í morgun klukkan tíu voru opnuð tilboð frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda. Á sama tíma rann út frestur einstaklinga til að skila inn tilboðum í […]

Hafnarfjarðarbær opnar bókhaldið

Hafnarfjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja.  https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/baerinn-i-tolum/opid-bokhald  „Með þessu erum við mæta kröfum samfélagsins um gegnsæi […]