Category: Fréttir

Skipulagsbreyting – Grandatröð

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði – stækkun byggingarreits Grandatröð 12  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16. 05. 2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Grandatröð 12 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. […]

Samningur um kaup á St. Jósefsspítala undirritaður

Hafnarfjarðarbær kaupir aðalbyggingu St. Jósefsspítala af ríkinu Almannaþjónusta verður aftur starfrækt í húsinu Starfshópur um framtíð hússins stofnaður á vegum bæjarins Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu í dag undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkisins í aðalbyggingu St. Jósefsspítala. Fyrir átti Hafnarfjarðarbær 15%. Við kaupin skuldbindur […]

90% aukning í sölu Gestakorta

Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs […]

Við sýnum vináttu í verki

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita styrk að upphæð 1.000.000.- til verkefnisins Vinátta í verki. Verkefni og söfnun kemur til vegna flóðbylgju sem skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq aðfararnótt sunnudagsins 18. júní og varð til þess að fjórir fórust og ellefu hús eyðilögðust m.a. rafveita þorpsins, verslun þess og grunnskóli. Eins […]

Styrkur úr Lýðheilsusjóði 2017

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra úthlutaði á föstudaginn rúmlega níutíu milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Styrkþegar eru staðsettir um land allt og verkefnin ætluð öllum aldurshópum. Sjá lista yfir verkefni og styrkþega 2017. Hafnarfjarðarbær er einn styrkþega í ár. Heilsubærinn Hafnarfjörður Verkefni Hafnarfjarðarbæjar snýr að markvissri innleiðingu á heilsueflingarstefnu (lýðheilsustefnu) í þverfaglegri […]

Útboð: Lækjargata – endurnýjun 2017

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu.  Verkið felur í sér: upprif á malbiki, uppúrtekt, burðarlög og malbik, kantsteina, fráveitulagnir, vatnsveitulagnir ásamt lögnum veitna. Einnig yfirborðsfrágang, hellulögn, gróður, að endurnýja steypta stoðveggi og fleira.  Verklok eru 15. nóvember 2017. Helstu magntölur: Uppúrtekt úr götum og […]

Í bæjarfréttum er þetta helst…

Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]

Sumarlestur 2017

Öllum krökkum sem farnir eru að lesa sjálfir er boðið að taka þátt í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar sem stendur yfir frá 1. júní til 18. ágúst. Sumarlestur – fyrirkomulag Skráðu þig í sumarlesturinn hjá starfsfólki í afgreiðslu eða á barnadeild og fáðu lestrardagbók. Lestu einhverja fáránlega skemmtilega bók, teiknimyndasögu, hljóðbók eða tímarit. Fáðu stimpil í […]

Skipulagsbreyting – Einhella 6

Breyting á deiliskipulagi Einhellu 6, 2. áfangi Hellnahrauni. Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21.02.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Einhellu 6 í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóð er fækkað úr tveimur í einn. Hámarks byggingarmagn verður 1500m² […]

Lífsnauðsynlegt að tryggja fjármagn til vegaframkvæmda

Hafnarfjarðarbær ítrekar mikilvægi þess að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt. Í dag er hafin vinna við gerð mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg en aðrar framkvæmdir eru ekki komnar í undirbúning.  Minnisblað vegna samgöngumála var lagt fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og […]