Category: Fréttir

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði

Boðið verður upp á sannkallaða þjóðhátíðarveislu á 17. júní í Hafnarfirði. Skipulögð dagskrá verður í miðbæ Hafnarfjarðar,  á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar.  Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, tónlist,  þrautabraut og risa loftboltar og ættu allir fjölskyldumeðlimir að geta fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi. Dagurinn hefst kl. 8 með því […]

Ný sumaropnun í Suðurbæjarlaug

Frá og með deginum í dag geta íbúar og gestir í Hafnarfirði notið sín í sundi í Suðurbæjarlaug til kl. 22. Sumaropnun Suðurbæjarlaugar hefur tekið gildi og mun vera í gildi til og með 13. ágúst. Suðurbæjarlaug verður opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum. Óbreyttur opnunartími verður á […]

Ný handbók um snemmtæka íhlutun í málörvunarstarfi

Leikskólinn Norðurberg hefur gefið út handbók um snemmtæka íhlutun í málörvun leikskólabarna og undirbúning fyrir lestur. Handbókin var kynnt nýlega á sérstökum kynningarfundi í skólanum að viðstöddum fjölda gesta. Handbókin, Snemmtæk íhlutun í málörvun leikskólabarna – undirbúningur fyrir lestur, er afrakstur þróunarverkefnis í leikskólanum sem átt hefur sér stað síðustu tvö ár. Handbókin kynnir m.a. […]

Sjómannadagshelgi í Hafnarfirði

Blásið verður til tveggja daga hátíðarhalda um helgina í Hafnarfirði í tilefni Sjómannadagsins. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur tekið sig saman og sett upp heimilislega dagskrá við Flensborgarhöfn sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Hátíðarsvæðið opnar kl. 13 báða dagana og er opið til klukkan 17.  Sjómannadagurinn skipar stóran sess í hugum Hafnfirðinga enda […]

Pepper heimsótti Arnarberg

Vélmennið Pepper heimsótti leikskólann Arnarberg í morgun. Um er að ræða mannlegt vélmenni sem sérhannað er fyrir kynningar og fræðslu og þ.á.m. forritunarkennslu í skólum. Eitt af sérkennum Pepper er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju.  Pepper, sem er á landinu í tilefni af 25 ára afmæli […]

Okkur vantar fleiri flokkstjóra!

Hafnfirsk ungmenni eru spennt fyrir vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ nú í sumar og jókst aðsókn umtalsvert á milli ára – við fögnum því! Okkur vantar fleiri flokkstjóra! Vegna aukinna umsvifa óskar Vinnuskóli Hafnarfjarðar eftir fleiri flokkstjórum 21 árs og eldri til starfa og best væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir eru beðnir um […]

Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar

Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 27. 04. 2017 breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst og hefur þeim, sem gerðu athugasemd, verið send umsögn sveitarstjórnar. Sú breyting var gerð frá auglýstri tillögu að heimilt […]

Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu kynntar

Þáttaskil verða í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna í Salnum í dag. Þar verða kynntar tillögur um staðsetningu línuleiða og helstu stöðva Borgarlínu og […]

Opnunartími sundstaða um hvítasunnuna

Opnunartími sundstaða Hafnarfjarðar um hvítasunnuna verður sem hér segir:   Laugardagur3. júní Hvítasunnudagur4. júní  Annar í hvítasunnu5. júní  Þriðjudagur6. júní  Ásvallalaug  8-18  Lokað  8-17  Lokað*  Suðurbæjarlaug  8-18  8-17  8-17  6:30-21 Sundhöll  Lokað  Lokað  Lokað  6:30-14* *Vegna endurmenntunarnámskeiðs starfsmanna

Bæjarstjórnarfundur 7. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. júní. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14.