Category: Fréttir

Auka pokar fyrir almennt sorp

Stórhátíðum fylgir heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. Pokarnir eru úr niðurbrjótanlegu plasti og sérmerktir […]

Bæjarstjórnarfundur 21. des

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. desember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00

Gjaldskrárhækkun Strætó

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt […]

Við bjóðum heim á aðventunni

Miðbærinn í Hafnarfirði hefur iðað af lífi og jólafjöri á aðventunni. Jólaþorpið í Hafnarfirði er að sigla inn í sína síðustu aðventuhelgi þetta árið nú um helgina og verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-17. Metaðsókn, hvorutveggja gesta og söluaðila, hefur verið í Jólaþorpið í ár. Veðrið hefur leikið við landann og Hafnfirðingar nýtt […]

Microbit smátölvur til nemenda í 6. – 7. bekkjum grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og  RÚV tóku fyrir nokkru síðan höndum saman um átaksverkefni til þess að vekja áhuga barna á forritun og kenna þeim á einfaldan og skemmtilegan máta að forrita. Verkefnið hefur það markmið að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla […]

Framfarir í lestri milli ára í grunnskólum Hafnarfjarðar

Niðurstöður lestrarmælinga í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 sýna að nemendur með góða lestrarleikni í 5. – 10. bekk  eru nú nær fjórðungur nemendahópsins (24%) í stað 16% á sama tíma í fyrra. Um leið eru nemendur í getuminnsta hópnum 17% nemenda í stað 22% fyrir ári síðan. Í september 2016 fóru í annað skipti fram […]

Hafnfirskir nemendur hækka á meðan Ísland lækkar

Hafnfirskir nemendur ná auknum árangri í PISA 2015 miðað við PISA 2012 (lesskilningur 477>489, stærðfræði 485>493, náttúruvísindi 468>472) á meðan árangur Íslands lækkar í heild sinni sem er umhugsunarefni. Hafnarfjörður er meðal fárra sveitarfélaga sem þetta gerist þótt enn sé árangurinn undir meðaltali PISA (grunnlína PISA er með meðaltalið 500 og OECD ríkjanna núna 490) […]

Útboð – jarðvinna við Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið felur í sér jarðvinnu, þ.e. uppgröft á lausum jarðvegi, losun á klöpp ásamt brottakstri, upprif á byggingarefnum sem fyrir eru, breytingar á lögnum og varnargirðingu umhverfis vinnusvæðið. Helstu magntölur eru: Uppgröftur á lausum jarðvegi        500 m3 Losun […]

Efling þjónustu og framkvæmda

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðgerðir sveitarfélagsins hafa það að leiðarljósi að auka þjónustu, efla viðhald og framkvæmdir, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta fyrir eigið fé. Þannig hefur Hafnarfjarðarbæ tekist að bæta rekstur sveitarfélagsins umtalsvert á stuttum tíma, frá rekstrarhalla árið 2015 í […]

Ungmennaráð menntamála

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar en í því eru unglingar á aldrinum 14 – 18 ára allstaðar að af landinu. Verða ungmennin stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og unglinga. Bjarki Steinar Viðarsson hjá Ungmennaráði Hafnarfjarðar er fulltrúi Hafnarfjarðar í ráðinu. Meðal verkefna sem þetta unga fólk mun fást […]