Category: Fréttir

Bókabýttimarkaður barnanna

Lumar barnið þitt á “gömlum” og mikið lesnum bókum sem það væri alveg til í að skipta út fyrir “nýjar” bækur?  Hvílir stafli af barnabókum uppi á lofti eða inni í geymslu sem gæti öðlast nýtt líf í höndum annarra? Vettvangur fyrir börnin Bókabýttimarkaður barnanna verður haldinn í Verslunarmiðstöðinni Firði á laugardaginn frá kl. 13-15.  Tilgangur […]

Nafn á nýjan leikskóla

Hafnarfjarðarbær leitar í hugmyndabrunn íbúa og annarra áhugasamra að nafni fyrir nýjan leikskóla að Bjarkavöllum í Hafnarfirði.  Leikskólinn við Bjarkavelli í Hafnarfirði verður fjögurra deilda skóli fyrir um 100 börn. Áætlað er að hafa um 25 börn á deild á aldrinum 2ja-5 ára. Hönnun skólans hófst í ágúst 2014 og lauk þeirri vinnu í janúar 2015. Leikskólinn […]

Verkefnisstjóri óskast

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkefnisstjóra vegna hönnunar og byggingar hjúkrunarheimilis að Sólvangi. Óskað er eftir einstaklingi/fyrirtæki sem hefur reynslu og þekkingu af sambærilegu verkefni. Verkefnisstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist fyrir þetta verkefni. Hönnun nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi er að hefjast og  er ráðgert að heimilið hefji starfsemi sína í apríl 2018. Eftir er […]

Andlit lesturs og læsis

Fanndís Friðriksdóttir og Friðrik Dór Jónsson voru í dag, á opnunarhátíð Bóka- og bíóhátíðar Hafnarfjarðar, útnefnd lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016.  Er þetta í fyrsta sinn sem þessi titill er veittur í Hafnarfirði og á landsvísu svo vitað sé. Titilinn koma þau til með að bera út þetta ár og vera andlit lesturs og læsis fyrir hafnfirsk […]

Iðar allt af lífi og kátínu

Skíma, málgagn Samtaka móðurmálskennara, fór nýlega í heimsókn á leikskólann Tjarnarás í Hafnarfirði og fékk kynningu á starfseminni og þeim áhugaverðu og uppbyggjandi þróunarverkefnum sem í gangi eru innan veggja  leikskólans.   Viðtalið í leikskólunum: Leikskólinn Tjarnarás Gaman er að koma inn á leikskólann Tjarnarás því að þar iðar allt af lífi og kátínu. Börnin hafa […]

SMS örsögur og ratleikur

Bókasafn  Hafnarfjarðar tekur virkan þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna og er nóg um að vera! Alla vikuna geta þeir sem fá lánaðar barnabækur tekið þátt í útlánaleik þar sem dregin verða út bókaverðlaun. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt í að semja eina stóra sögu saman á umbúðapappír á barnadeildinni auk […]

Bæjarstjórnarfundur 17. febrúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 14:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00.

Bíó alla daga í Bæjarbíói

Bíósýningar verða í Bæjarbíói alla daga þessa viku í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna sem hófst í dag.  Þegar hafa rúmlega 700 leikskólabörn boðað komu sína á Múmínálfana sem sýnd er tvisvar sinnum að morgni virka daga þessa vikuna.  Um helgina verða bíósýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.  Fjöldi leikskólabarna hefur boðað komu sína […]

Lestrarsendiherrar 2016

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði hefst formlega á morgun.  Þessi nýja menningarhátíð, sem stendur yfir í eina viku, er nú haldin í fyrsta skipti og mun vikan endurspegla áherslu á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Á opnunarhátíð vikunnar verða Lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016 kynntir, einstaklingar sem koma úr […]

Lægri inntökualdur á leikskóla

Frá og með hausti 2015, nánar tiltekið í ágúst, lækkaði inntökualdur hafnfirskra barna í leikskóla þannig að öll börn fædd í janúar og febrúar 2014 fengu leikskólapláss. Öllum börnum fæddum í mars 2014 var síðan úthlutað plássi frá og með 1. febrúar 2016. Í fyrsta skipti nú í ár eru börn tekin inn tvisvar yfir […]