Category: Fréttir

Lestrarsendiherrar 2016

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði hefst formlega á morgun.  Þessi nýja menningarhátíð, sem stendur yfir í eina viku, er nú haldin í fyrsta skipti og mun vikan endurspegla áherslu á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Á opnunarhátíð vikunnar verða Lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016 kynntir, einstaklingar sem koma úr […]

Lægri inntökualdur á leikskóla

Frá og með hausti 2015, nánar tiltekið í ágúst, lækkaði inntökualdur hafnfirskra barna í leikskóla þannig að öll börn fædd í janúar og febrúar 2014 fengu leikskólapláss. Öllum börnum fæddum í mars 2014 var síðan úthlutað plássi frá og með 1. febrúar 2016. Í fyrsta skipti nú í ár eru börn tekin inn tvisvar yfir […]

Öskudagurinn 2016

  Gleðilegan öskudag! Það hefur verið hafnfirskur siður að gera nokkuð mikið úr Öskudeginum í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Fyrir okkur fullorðna fólkið er afar ánægjulegt að sjá þessa litlu og aðeins stærri gullmola syngja og leika sér, sér og öðrum til mikillar […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 1. mars 2016. Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir styrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi […]

Hafðu áhrif á efri árin

Íbúafundur um málefni eldri borgara verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 18:00 – 20:30. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggilegum og skemmtilegum fundi sem skilar sér inn í vinnu á sviði öldrunarmála í Hafnarfirði.  Fyrirkomulag fundar verður opið og dagskrá og umræðuflokkar ákveðnir af […]

Þemavika tónlistarskólanna

Í dag hefst þemavika í Tónlistarskólanum. Þema vikunnar er þjóðlöndin í Hafnarfirði. Öll hefðbundin hljóðfærakennsla víkur að mestu þessa vikuna  og þess í stað stofnaðir fjölmargir samspilshópar sem leika tónlist frá flestum þeim þjóðlöndum sem margir íbúar í Hafnarfirði eiga uppruna sinn frá. Á föstudaginn koma elstu nemendur leikskólanna  í heimsókn í Tónlistarskólann og hlusta á […]

Tóbakskönnun – niðurstöður

Í lok janúar stóð íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur eða neftóbak á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði.  Margir sölustaðir seldu unglingunum tóbak og kalla niðurstöður á aukið aðhald og eftirlit. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa neftóbak og […]

Krefst úrbóta og aðgerða

Hafnarfjarðarbær tekur ábendingum um gæði heimsends matar til eldri borgara í Hafnarfirði mjög alvarlega og mun gera allt til að tryggja að góð þjónusta, góður matur og gott verð fari saman. Bærinn biðst velvirðingar á því sem úrskeiðis hefur farið og þakkar fyrir þær ábendingar og kvartanir sem borist hafa. Rúmlega 100 eldri borgarar í […]

Í bæjarfréttum er þetta helst

Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]

Bóka- og bíóhátíð barnanna

Bóka- og bíóhátíð barnanna, menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði, verður haldin vikuna 15. – 21. febrúar.  Þessa vikuna verður sérstök áhersla lögð á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni […]