Category: Fréttir

Iðar allt af lífi og kátínu

Skíma, málgagn Samtaka móðurmálskennara, fór nýlega í heimsókn á leikskólann Tjarnarás í Hafnarfirði og fékk kynningu á starfseminni og þeim áhugaverðu og uppbyggjandi þróunarverkefnum sem í gangi eru innan veggja  leikskólans.   Viðtalið í leikskólunum: Leikskólinn Tjarnarás Gaman er að koma inn á leikskólann Tjarnarás því að þar iðar allt af lífi og kátínu. Börnin hafa […]

SMS örsögur og ratleikur

Bókasafn  Hafnarfjarðar tekur virkan þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna og er nóg um að vera! Alla vikuna geta þeir sem fá lánaðar barnabækur tekið þátt í útlánaleik þar sem dregin verða út bókaverðlaun. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt í að semja eina stóra sögu saman á umbúðapappír á barnadeildinni auk […]

Bæjarstjórnarfundur 17. febrúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 14:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00.

Bíó alla daga í Bæjarbíói

Bíósýningar verða í Bæjarbíói alla daga þessa viku í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna sem hófst í dag.  Þegar hafa rúmlega 700 leikskólabörn boðað komu sína á Múmínálfana sem sýnd er tvisvar sinnum að morgni virka daga þessa vikuna.  Um helgina verða bíósýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.  Fjöldi leikskólabarna hefur boðað komu sína […]

Lestrarsendiherrar 2016

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði hefst formlega á morgun.  Þessi nýja menningarhátíð, sem stendur yfir í eina viku, er nú haldin í fyrsta skipti og mun vikan endurspegla áherslu á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Á opnunarhátíð vikunnar verða Lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016 kynntir, einstaklingar sem koma úr […]

Lægri inntökualdur á leikskóla

Frá og með hausti 2015, nánar tiltekið í ágúst, lækkaði inntökualdur hafnfirskra barna í leikskóla þannig að öll börn fædd í janúar og febrúar 2014 fengu leikskólapláss. Öllum börnum fæddum í mars 2014 var síðan úthlutað plássi frá og með 1. febrúar 2016. Í fyrsta skipti nú í ár eru börn tekin inn tvisvar yfir […]

Öskudagurinn 2016

  Gleðilegan öskudag! Það hefur verið hafnfirskur siður að gera nokkuð mikið úr Öskudeginum í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Fyrir okkur fullorðna fólkið er afar ánægjulegt að sjá þessa litlu og aðeins stærri gullmola syngja og leika sér, sér og öðrum til mikillar […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 1. mars 2016. Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir styrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi […]

Hafðu áhrif á efri árin

Íbúafundur um málefni eldri borgara verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 18:00 – 20:30. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggilegum og skemmtilegum fundi sem skilar sér inn í vinnu á sviði öldrunarmála í Hafnarfirði.  Fyrirkomulag fundar verður opið og dagskrá og umræðuflokkar ákveðnir af […]

Þemavika tónlistarskólanna

Í dag hefst þemavika í Tónlistarskólanum. Þema vikunnar er þjóðlöndin í Hafnarfirði. Öll hefðbundin hljóðfærakennsla víkur að mestu þessa vikuna  og þess í stað stofnaðir fjölmargir samspilshópar sem leika tónlist frá flestum þeim þjóðlöndum sem margir íbúar í Hafnarfirði eiga uppruna sinn frá. Á föstudaginn koma elstu nemendur leikskólanna  í heimsókn í Tónlistarskólann og hlusta á […]