Category: Fréttir

Ratleikur Hafnarfjarðar

Ratleikur Hafnarfjarðar er farinn af stað í 19. sinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar. Leikurinn teygir sig líka inn í nágrannasveitarfélagið Garðabæ enda sameiginleg saga sveitarfélaganna löng. 27 ratleiksmerki í upplandi og innanbæjar Leikurinn, sem stendur til 25. september, gengur út á að leita að 27 […]

17. júní í miðbæ Hafnarfjarðar

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði – þjóðhátíðardagurinn Dagskrá á þjóðhátíðardegi Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling. Skátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víðsvegar um bæinn. Kl. 11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Kl. 13:00 Skrúðganga frá Hamrinum að Thorsplani. Gengið niður Hringbraut í […]

650 ungmenni hreinsa bæinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru um 650 hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-16 ára nú við störf víða um bæinn.  Dagleg verkefni hjá hópunum er mismunandi og breytileg. Áhersla þessa dagana er lögð á miðbæinn með það fyrir augum að hafa hann snyrtilegan og fínan fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Búið er að […]

Litla Álfabúðin í Oddrúnarbæ

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Tinnu Bessadóttur, frumkvöðul og athafnakonu með meiru, um rekstur í húseign Hafnarfjarðarbæjar í Hellisgerði.  Hún á og rekur Litlu Álfabúðina og er reksturinn til þess fallinn að styrkja ímynd Hafnarfjarðarbæjar sem álfabæjar.     Lítil verslun verður í húsnæðinu með áherslu á íslenska hönnun, íslenska og hafnfirska minjagripi. Einnig verður […]

Skólahátíð orðin hverfishátíð

Menningardagar sem vekja athygli út fyrir skólahverfið og setja skemmtilegan svip á samfélagið. Áslandsskóli hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir árlega menningardaga skólans sem byggja á virkri þátttöku allra nemenda, kennara og foreldra. Menningardagarnir hafa þróast úr því að vera skólahátíð í það að vera hverfishátíð þar sem allir áhugasamir eru boðnir […]

Umhverfismennt og útikennsla

Fjölbreytt nám sem ýtir undir þroska barna og tengingu þeirra við náttúruna Elsta deild leikskólans á Norðurbergi, Lundur, hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir fjölbreytt og áhugavert skólastarf fyrir elstu börn leikskólans. Áherslan í starfinu hefur verið á umhverfismennt og útikennslu. Starfsmenn hafa til viðbótar útináminu þróað smiðjuvinnu þar sem boðið er […]

Skipulagsbreytingar – S33

Svæði S33 í Skarðshlíðarhverfi Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 08.06.2016 að undangengnu samþykki skipulags- og byggingarráðs þann 31.05.2016,  að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 hvað varðar svæði 33 í Skarðshlíðarhverfi dags. 19.01.2016, lagfært 30.05.2016, verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því […]

Zajęcia wakacyjne

Miasto Hafnarfjörður oferuje zróżnicowane zajęcia wakacyjne dla dzieci i młodzieży w okresie letnim. Wszystkie dostępne zajęcia rekreacyjne oraz sportowe w okregu stołecznym znajdują się na stronie internetowej fristund.is.  W łatwy sposób można na niej wyszukać zajęcia m. in. ze względu na wiek, termin lub rodzaj zainteresowań. Miasto Hafnarfjörður oferuje następujące zajęcia wakacyjne dla dzieci i […]

Nýir grenndargámar

Þessa dagana er verið að skipta út eldri gámum á grenndarstöðvum bæjarins í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu. Á grenndarstöðvum eru gámar fyrir pappír, plast og gler auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Í febrúar 2016 hófst söfnun glers á 37 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.  Í Hafnarfirði eru grenndargámar á sjö […]

Kjarabót fyrir fjölskyldufólk

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum rétt í þessu tillögur starfshóps um breytingar á gjaldskrá og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði.  Með auknum systkinaafslætti og niðurgreiðslu frístundastyrkja er stigið mikilvægt skref í að minnka kostnað barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er það í takti við fjölskylduvænar áherslur. Hækkun á systkinaafslætti tekur gildi 1. september og breyting […]