Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 7. des

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. desember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00

Haustsýning Hafnarborgar 2017

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill fjallar um málverkið sem  nálgun við myndræna framsetningu, burt séð frá miðli verksins og er […]

Skipulagsbreytingar – vatnsverndarmörk

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.2016  tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni felst að brunnsvæði við Straumsel er fellt […]

Lukkuslaufur á ljósastaurum

Heppnir Hafnfirðingar vöknuðu upp við þá gleði í morgunsárið að rauðar slaufur biðu þeirra á ljósastaurum á leið þeirra til vinnu og skóla. Uppátækið má rekja til Jólaþorpsins í Hafnarfirði en lukkunúmer á einhverjum slaufanna innihalda óvæntan glaðning sem nálgast má í Jólaþorpinu á Thorsplani á opnunartíma þess. Um miðja nótt í nótt fór hópur […]

Endurskoðun upplýsingastefnu

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. september s.l. að hefja vinnu við endurskoðun á upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar.  Starfshópur var skipaður til að vinna að endurskoðuninni og sitja í starfshópi fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn ásamt samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Drög að endurskoðaðri upplýsingarstefnu liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda […]

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði – tendrun ljósa og Jólaþorp Um helgina hefjast jólin formlega í Hafnarfirði með opnun Jólaþorps og tendrun ljósa á jólatrjám á Thorsplani og Flensborgarhöfn. Á Thorsplani hafa nú risið sautján fagurlega skreytt jólahús þar sem syngjandi glaðir sölumenn bjóða fjölbreytta gjafavöru, hönnun og íslenskt handverk. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla […]

Bæjarstjórnarfundur 23. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 23. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ýmislegt gerist á þessum degi í starfi Hafnarfjarðarbæjar og þá sérstaklega í grunnskólunum. Á þessum degi hefst Litla og Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum bæjarins þar sem haldnar eru sérstakar samverur í tilefni dagsins og í tilefni af opnun þessara verkefna Sérstök […]

Málörvunarforritið Orðagull

Smáforritið Orðagull er nýtt málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur sem gefið var út í dag á Degi íslenskrar tungu. Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Leitast er við að virkja áhugahvöt nemenda með því að gera námsefnið áhugavert og skemmtilegt og þannig eru m.a. nýtt þau tækifæri sem felast í smáforritum […]

Lúvísa ráðin gæðastjóri

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið til sín gæðastjóra en starf gæðastjóra var auglýst laust til umsóknar um miðjan september síðastliðinn.  Lúvísa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið.  Lúvísa lauk Msc gráðu í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og Bsc í byggingartæknifræði frá sama skóla árið 2008. Lúvísa hefur síðastliðið ár starfað hjá Actavis, þar sem […]