Skráningu lýkur 1. júlí Posted júní 27, 2016 by avista Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að kennslu lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. Frístundaheimilin eru opin eftir að kennslu lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi en sækja […]
Atvinnulóðir á vaxtarsvæði Posted júní 27, 2016 by avista Atvinnulóðir fyrir fjölbreytt fyrirtæki Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fjölbreytt fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar tilbúnar lóðir í ört vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi. Öflugt atvinnulíf er nú þegar á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn mikil og samgöngur greiðar. Hverfið hefur […]
Hin árlega dorgveiðikeppni Posted júní 26, 2016 by avista Þriðjudaginn 28. júní 2016 standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Dorgveiðikeppni með rúmlega 20 ára sögu Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt. Á færi þátttakenda komu hin ýmsu […]
Þríþrautardagurinn 2016 Posted júní 25, 2016 by avista Sunnudaginn 3. júlí n.k. heldur 3SH Þríþrautardaginn 2016 í Hafnarfirði. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi Í Hafnarfirði en eftir miklar vangaveltur um umfang, eðli og möguleika keppninnar hefur verið ákveðið að gera hana stærri og þar með stækka sjálft keppnissvæðið og opna á tækifæri fyrir fleiri til að […]
Grænfáni til vinnuskóla Posted júní 24, 2016 by avista Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók í dag í fyrsta sinn á móti Grænfánanum, umhverfisviðurkenningu frá Landvernd fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Vinnuskólinn hefur nú í eitt ár unnið markvisst að því að öðlast þessa viðurkenningu meðal annars fyrir ríka áherslu skólans á umhverfisfræðslu, umhverfisvernd, endurnýtingu og orkusparnað. Við afhendinguna las Geir Bjarnason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, […]
Skipulagshönnuðir óskast Posted júní 23, 2016 by avista Iðnaðarsvæði í vestur Hraunum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær leitar eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar enduruppbyggingar í vestur hluta Hraunanna í Hafnarfirði, svæðis sem afmarkast af Fjarðarhrauni til austurs, Reykjavíkurvegi til vesturs og Flatahrauni til suðurs. Þróun og heildaruppbygging svæðis Óskað er eftir hugmyndum að þróun og heildaruppbyggingu svæðis þar sem því er breytt úr athafnasvæði í blandaða […]
Þjónustusamningur vegna NÚ Posted júní 23, 2016 by avista Þjónustusamningur vegna nýs grunnskóla í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu fræðsluráðs um þjónustusamning Hafnarfjarðarbæjar við Framsýn-Skólafélag og þar með stofnun grunnskóla Framsýnar og framlög til hans. Framsýn-Skólafélag hyggst hefja rekstur unglingaskólans Nú í Hafnarfirði haustið 2016 þar sem áhersla verður lögð á upplýsingatækni, heilsu og hreyfingu. Þjónustusamningur felur í sér […]
Ingibjörg kvödd eftir 20 ár Posted júní 22, 2016 by avista Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri fræðslu- og frístundasviðs, mun láta af störfum hjá bænum í lok þessa mánaðar fyrir aldurs sakir. Það eru tuttugu ár síðan Ingibjörg hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ eða árið 1996 þegar starfsemi grunnskóla var flutt frá ríki til sveitarfélaga. Ingibjörg hefur komið að fjölda fjölbreyttra verkefna á sviði fræðslumála gegnum árin og nær […]
Heitavatnslaust í Norðurbænum Posted júní 22, 2016 by avista Vegna stórrar hitaveitubilunar á Hjallabraut í Hafnarfirði verður heitavatnslaust í eftirfarandi götum fimmtudaginn 23/6 2016 frá 09:00 til 19:00: Miðvangur, Breiðvangur, Glitvangur, Hjallabraut, Laufvangur, Suðurvangur, Hjallabraut, Heiðvangur, Norðurvangur, Þrúðvangur, Álftanesvegur, Blómvangur, Hjallahraun, Helluhraun og Reykjavíkurvegur að hluta. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni […]
Skuggakosningar í Hafnarfirði Posted júní 21, 2016 by avista Afhending styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands fór fram við hátíðlega athöfn í Iðnó þann 19. júní. Tæplega 100 milljónir króna voru til úthlutunar og voru styrkir veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina. Verkefni Ungmennaráðs Hafnarfjarðar „Skuggakosningar í Hafnarfirði“ var eitt þeirra verkefna […]