Category: Fréttir

Fræði og fjölmenning

Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 fer fram í Háskóla Íslands laugardaginn 6. febrúar frá kl. 10:00-14.30. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig […]

Úthlutun afreksstyrkja

Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH úthlutaði í dag styrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2015 í fullorðins-, unglinga- og ungmennaflokkum.  Styrkhæf verkefni í ár reyndust vera átján í fullorðinsflokkum og sextán í unglinga-/ungmennaflokkum að mati stjórnar sjóðsins. Hlutverk Afreksmannasjóðs ÍBH er að vinna eftir reglugerð um sjóðinn en undir hana falla eftirtaldir liðir: ferðastyrkir, afreksstyrkir á […]

Grunnskólahátíðin 2016

Miðvikudaginn 3. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og grunnskólarnir í Hafnarfirði hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingunum og verkefnum þeirra til mikils sóma. Um daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 13:00 og 15:00 þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýna afrakstur allskonar listtengdrar vinnu.  Leiksýning kl. 13:00 […]

Safnanótt í Hafnarfirði

Söfn í Hafnarfirði taka virkan þátt í Safnanótt föstudaginn 5. febrúar með fjölbreyttri dagskrá. Í Hafnarfirði verða rúmlega tuttugu viðburðir í boði. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð.  Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg taka þátt í hátíðinni með virkum hætti og fjölbreyttri dagskrá.  Söfnin þrjú verða opin frá kl. 19 til […]

Mótmæla breytingu

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir þeirri ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) að flytja starfsemi heimahjúkrunar í Hafnarfirði frá starfsstöðvum að Sólvangi og Firði til Kópavogs án alls samráðs. Skilvirk nýting í þágu notenda Framkvæmdastjórn HH hefur ákveðið að sameina heimahjúkrun á suðursvæðinu (Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð) og er gert ráð fyrir að ný starfsemi hefjist í maí 2016. […]

Magnað myrkur – vetrarhátíð

Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin frá  4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í þrettánda sinn sem þessi hátíð ljóss og myrkurs er haldin en fjórar meginstoðir hátíðarinnar eru: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og ljósalist ásamt 150 viðburðum sem þeim tengjast. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki […]

Bæjarstjórnarfundur 3. febrúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar 2016  kl 16:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu . Útsending hefst kl 16:00 3 febrúar.

Söngkeppni Hafnarfjarðar

 Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í vikunni en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll  laugardaginn 5. mars. Keppnin fór fram í Gaflaraleikhúsinu og var húsið troðfullt og dúndrandi stemning.  Alls tóku 14 atriði þátt í keppninni, tvö atriði frá hverri félagsmiðstöð. Atriði sem höfðu verið valin í undankeppnum sem […]

Þétting byggðar – skýrsla

Starfshópur var skipaður af skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar í lok árs 2014 til að meta möguleika sem kunna að vera til staðar í hverfum Hafnarfjarðar og í jöðrum byggðar, til þéttingar byggðar. Hópurinn hefur nú lokið störfum og afhent skýrslu til skipulags- og byggingarráðs, skýrslu sem lögð verður fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í næstu viku.  Vinna […]

Þrýst á aðgerðir ráðuneytis

Fulltrúi fyrirtækja á Hellnahrauni og Selhrauni í Hafnarfirði fór á fund innanríkisráðherra á dögunum ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og formanni skipulags- og byggingarráðs. Á fundinum voru lögð fram tvö formleg bréf sem snúa að gerð mislægra gatnamóta á mótum Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar.  Gatnamóta sem þykja stórhættuleg og eru löngu orðin barn síns tíma.  Hingað og ekki […]