Bæjarstjórnarfundur 25. maí Posted maí 23, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 25. maí nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00.
Ingibjörg heiðruð Posted maí 18, 2016 by avista Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og formaður Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, var heiðruð af menntamálaráðherra í tilefni af 20 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi. Í tilefni afmælisins var málþing Íslenskrar málnefndar haldið fimmtudaginn 12. maí í Norræna húsinu þar sem mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði upp á stuðnings ráðuneytis síns við […]
Garðaúrgangur sóttur heim Posted maí 16, 2016 by avista Starfsmenn bæjarins verða á ferð um bæinn dagana 16. – 22. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 16. maí, í Setbergi Kinnum og Hvömmum 18. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 22. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru beðnir um að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í lok […]
Opið fyrir umsóknir 14 – 16 ára Posted maí 13, 2016 by avista Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2000 – 2002. Vinna í vinnuskóla hefst 13. júní og stendur yfir til 21. júlí þar sem unnið er til skiptist fyrir og eftir hádegi alla daga vikunnar nema föstudaga en þá er frí. Vinnustundir á viku eru tólf. Í sumar býðst ungmennum á […]
Skúrað | Skrúbbað | Bónað Posted maí 13, 2016 by avista Hátt í sjötíu starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu upp hanska, tóku sér kúst og poka í hönd og vörðu góðum tíma við hreinsunarstörf í miðbæ Hafnarfjarðar, við Reykjavíkurveg, Strandstíg og tónlistarskóla í vikunni. Stór hópur var einnig við hreinsunarstörf á Völlum á svæði við og kringum Norðurhellu. Þetta framtak er liður í hreinsunarátaki Hafnarfjarðarbæjar dagana 2. – […]
Sölutjöld/hús á 17. júní Posted maí 12, 2016 by avista Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til Hafnarfjarðarbæjar, netfang: ith@hafnarfjordur.is Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara fram. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Umsóknir um sölutjald/bás þurfa að berast rafrænt í gegnum netfangið ith@hafnarfjordur.is eða í þjónustuver […]
Lúðvík ráðinn hafnarstjóri Posted maí 12, 2016 by avista Lúðvík Geirsson hefur verið ráðinn hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar. Lúðvík sat í hafnarstjórn frá 1986-90 og frá 1994-2010, sem formaður hafnarstjórnar frá 2013-14 og var hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar samhliða því að sinna embætti bæjarstjóra frá 2002-2004. Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum í morgun að ráða Lúðvík Geirsson sem hafnarstjóra. Það var mat valnefndar, sem skipuð var af hafnarstjórn […]
Einkenni góðra kennara Posted maí 11, 2016 by avista Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um góða kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélagið. Niðurstöður átaksins verða kynntar við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasvið við Stakkahlíð þann 1. júní klukkan 17:00. […]
Stöðugjöld á gámum Posted maí 10, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að taka upp það verklag að innheimta stöðugjöld á gámum, samkvæmt 2.6.1. gr byggingingarreglugerðar nr.112/2012 og reglum um stöðuleyfi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 20. janúar 2016. Gjaldið er til eins árs í senn og er fyrsta gjaldtímabilið frá 1. maí 2016 – 30. apríl 2017. Eitt gjald fyrir allar stærðir af […]
Grunnskólameistarar 2015-2016 Posted maí 9, 2016 by avista Lækjarskóli er sigurvegari í íþróttamóti grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016. Mótið er haldið árlega og eru það 9. bekkingar grunnskólanna sem keppa fyrir hönd skólanna ár hvert. Keppnin var haldin á Ásvöllum í ár en skipst er á að halda keppnina á Ásvöllum og í Kaplakrika. Sömuleiðis er örlítið mismunandi eftir keppnisstöðum í hvaða íþróttagreinum er […]