Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 11. maí

  Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 11. maí nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00. 

Útboð – matur fyrir mötuneyti

ÚTBOÐ  á framleiðslu á mat fyrir skólamötuneyti Innkaupadeild Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla í bæjarins. Þjónustuverkefnið felst í því að framleiða matinn og afhenda á tilteknum tíma í viðkomandi leik- og grunnskólum og framreiða hann ásamt samantekt að máltíð lokinni. Samningstími er 4 ár með ákvæðum að hægt verði að […]

Forskráning í skólagarða

Í sumar eiga börn á aldrinum 7 – 12 ára (fædd 2004-2009) forgang í að skrá sig í skólagarða Hafnarfjarðarbæjar.  Skráning hófst á Sumardaginn fyrsta og lýkur 14. maí. Eftir þann tíma gefst öllum öðrum sem hafa lögheimili í Hafnarfirði kost á að leigja sér garð. Skólagarðarnir eru á eftirfarandi stöðum: Á Víðistöðum s. 664-5769 […]

Hornfirðingar í heimsókn

Á síðasta ári kom upp sú hugmynd hjá fulltrúum í Ungmennaráði Hafnarfjarðar að bjóða öðru ungmennaráði í heimsókn. Fyrst voru uppi umræður um að bjóða ungmennaráði í nærliggjandi sveitarfélagi í heimsókn með það fyrir augum að kynnast störfum og starfsaðferðum hjá öðru ungmennaráði. Á meðan á þessum hugleiðingum stóð leitaði Ungmennaráð Hornafjarðar til Ungmennaráðs Hafnarfjarðar. Hornfirðingarnir […]

Sumarstarf – fristund.is

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin! Skráningin fer fram á Mínum síðum – „leikjanámskeið, skólagarðar og róló“ undir umsóknir í grunnskóla.  Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7 – 9 ára við alla skóla, skólagarða fyrir alla fjölskylduna í Mosahlíð, á Holtinu, Öldugötu, við Víðistaði og á Völlum, tómstund fyrir 10-13 ára og […]

Uppskeruhátíð hreinsunar

Með samhentu samfélagsátaki í hreinsun þá verður Hafnarfjörður ofurhreinn á stuttum tíma. Fimmtudaginn 12. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að bretta upp ermarnar, skella sér í gúmmískóna, setja upp hanska og drífa sig út í ruslatínslu og hreinsun. Framlag hvers og eins skiptir máli. […]

Lokað vegna sundmóts og 1. maí

Ásvallalaug verður lokuð föstudaginn 29. apríl frá kl. 16:30 og allan laugardaginn 30. apríl vegna sundmóts.  Suðurbæjarlaug verður opin fyrir almenning frá kl. 8 – 18 á morgun laugardag en báðar laugar; Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug verða lokaðar sunnudaginn 1. maí á alþjóðlegum frídegi verkafólks og baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar.     

Czy chcesz hodować swoje własne warzywa?

Czy chcesz hodować swoje własne warzywa? Gmina Hafnarfjörður oferuje swoim mieszkańcom wynajem działek uprawnych przy Vatnshlíð, ul. Kaldárselsvegur. Do wynajęcia jest 125 działek o wielkości około 40 m2 każda. Osoby, które wynajmowały działki w ubiegłym roku, mają pierwszeństwo do tych samych działek w roku bieżącym pod warunkiem uiszczenia opłaty przed 1 maja br. Opłata za każdą […]

Hreinn Hafnarfjörður

Skúra | Skrúbba | Bóna Við erum sannarlega dottin í hreinsunargírinn. Síðustu dagar hafa verið nýttir í sópun gatna og göngustíga í Hafnarfirði og nú er komið að samfélagsátaki í hreinsun þar sem allir íbúar, nemendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana á svæðinu eru hvattir til virkrar þátttöku. Með samhentu samfélagsátaki í hreinsun þar sem […]

Fjörug framtíðarsýn í Firðinum

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar skrifuðu á dögunum undir samkomulag um samstarf á sviði atvinnu-, ferða- og markaðsmála. Eitt af hlutverkum Markaðsstofu Hafnarfjarðar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Hafnarfirði í nánu samstarfi við atvinnulíf, sveitarfélag og aðra þá sem vilja stuðla að uppbyggingu í bænum. Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun í verkefnum […]