Category: Fréttir

Styrkir úr minningarsjóði

Úthlutun styrkja úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar. Magnús Snæbjörnsson afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur. Að þessu sinni hlutu þrjú […]

Hjartastuðtæki frá Kiwanis

Hjartastuðtæki að gjöf frá Kiwanishreyfingunni Hraunborg. Þjónustuíbúðir fatlaðra á Drekavöllum í Hafnarfirði fengu góða gjöf frá Kiwanis klúbbnum Hraunborg á dögunum. Hraunborg færði starfstöðinni hjartastuðtæki að gjöf en slíkt tæki eykur öryggi íbúa til muna og er sannkölluð lífgjöf.  Íbúar og starfsfólk Drekavalla þakka Kiwanis hreyfingunni kærlega fyrir sig.  

Skipulagsbreyting – Íshella

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Íshellu 1, 3 og 3a í Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 1. desember 2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Íshellu 1, 3 og 3a. með vísan í 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breytingin felur í sér að lóðirnar 1, 3 og […]

Í bæjarfréttum er þetta helst

Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Febrúarmánuður einkenndist af miklu lífi, áhugaverðum og skemmtilegum viðburðum og verkefnum og heimsóknum til skóla og fyrirtækja auk þess sem ég hef fengið fjölda heimsókna frá íbúum Hafnarfjarðar, frumkvöðlum og einstaklingum í leit að húsnæði og lóðum fyrir nýjan rekstur.  Ég fór í heimsókn til hvorutveggja Víðistaðakirkju og Ástjarnarkirkju í […]

Skipulagsbreyting – Öldutún

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 12. jan. 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar. Breytingin felst í því að leikskólalóðinni verði breytt með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða. Tillagan er auglýst með […]

Skipulagsbreyting – Straumsvík

Deiliskipulagsbreyting, stækkun flæðigryfju í Straumsvík Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 26.janúar 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi samkvæmt skipulagsuppdrætti ARKÍS dags. 21.01.2016. Um er að ræða stækkun á svæði fyrir flæðigryfjur. Deiliskipulagsbreytingin er auglýst með vísan í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 […]

Hafnarstjóri – umsækjendur

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu stöðu hafnarstjóra Hafnarfjarðarhafnar lausa til umsóknar. Umsækjendur um stöðuna voru tuttugu og fimm talsins en tveir drógu umsóknir sínar til baka.    Hér má sjá lista yfir umsækjendur: Arnar Þór Ragnarsson Sjálfstætt starfandi Ágúst Jónasson Verkfræðingur Ágúst Ingi Sigurðsson Hafnsögumaður Ármann Jóhannesson Verkfræðingur Björg Jónsdóttir MPM verkefnastjórnun Björn Ingi Knútsson Ráðgjafi […]

200 börn syngja saman

Laugardaginn 12. mars munu hafnfirskir barnakórar koma fram á árlegu kóramóti þeirra sem nefnist Barnakóramót Hafnarfjarðar og fer fram í Víðistaðakirkju. Um 200 hafnfirsk börn munu taka þátt í mótinu sem haldið er í 19. skipti nú í ár.  Barnakóramót Hafnarfjarðar 2016 verður haldið í Víðistaðakirkju laugardaginn 12. mars. Þar munu sex barnakórar í Hafnarfirði syngja hver […]

Bæjarhraun – skipulagsbreyting

Breyting á deiliskipulagi Bæjarhraun, göngu- og reiðhjólastígur.  Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2016 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að bætt er við 16 bílastæðum við Bæjarhraun. Tillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, […]

Stóra upplestrarkeppnin

ÞÉR er boðið á Stóru upplestrarkeppnina.   Keppnin  fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars frá kl. 17-19. Keppnin er nú haldin í tuttugusta skipti og fagnar því 20 ára afmæli í ár. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð.  Að lokum mun dómnefnd […]