Category: Fréttir

Skýrsla um framtíðarnotkun Víðistaðatúns

Nýlega lauk starfshópur um framtíðarnotkun Víðistaðatúns störfum og skilaði af sér skýrslu um þau fjölmörgu tækifæri sem búa í Víðistaðatúnssvæðinu. Í skýrslunni er framkvæmdaáætlun til þriggja ára.   Meðal helstu tillagna má nefna: koma upp fleiri leiktækjum setja upp grillaðstöðu fyrir hópa og fjölga þar bekkjum og borðum afmarka svæði fyrir golf/mínígolf  sem stýrt verður frá […]

Endurskinsmerki í skammdeginu

Nú er mesta skammdegið og minnum við á að nota endurskinsmerki jafnt börn sem fullorðnir. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notkun endurskinsmerkja bráðnauðsynleg.  Til þess að þau séu sem mest sýnileg er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum. Fremst á ermum  Hangandi meðfram hliðum  Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum  

Kynheilbrigði eldri borgara

Félag eldri borgara í Hafnarfirði bauð nýverið upp á fyrirlestur sem ber heitið „Kynheilbrigði eldriborgara“ í opnu húsi í Hraunseli. Fyrirlesari var Sigga Dögg kynfræðingur. Mættir voru margir hressir eldri borgara til að fá fræðslu um ýmis mál er varðar kynheilbrigði og sambönd fólks. Flutningur Siggu Daggar á efninu var frábær og voru gestir mjög […]

Jól í skókassa

Í Öldutúnsskóla var ákveðið að taka þátt í verkefni JÓL Í SKÓKASSA í ár. Undirbúningur hófst í vikunni fyrir vinavikuna. Þá fóru að berast skókassar og varningur í þá frá heimilum nemenda og starfsfólks. Í vinavikunni var raðað í kassana og þeim pakkað inn. Til að nemendur myndu tengja enn betur við verkefnið var þeim […]

Íbúðir óskast til leigu

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu nokkrar íbúðir í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða á netfangið  hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Óskað er eftir að upplýsingar um íbúðir berist fyrir 1. desember. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðarbæjar.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert og fellur á mánudag þetta árið. Þá hefst formlega Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hún er haldin í 7. bekkjum grunnskólanna. Í vetur heldur hún upp á 20 ára afmæli í Hafnarfirði og þar sem hátíðin hófst í Hafnarfirði verður hún aðeins 20 ára í […]

Fjölgreindarleikar í Áslandsskóla

Fjölgreindarleikar eru í Áslandsskóla í dag og þeir hófust í gær. Í þeim felst að nemendur glíma við margs konar verkefni og ólík þar sem hefðbundin stundaskrá er sett til hliðar á meðan. Á fjölgreindarleikunum í Áslandsskóla mátti sjá margs konar verkefni, s.s. að púsla, að kasta bréfaskutlum, leysa stafarugl, dansa, hitta í körfu og […]

Skólaþing nemenda í Áslandsskóla

Skólaþing nemenda í Áslandsskóla var haldið þriðjudaginn 10. nóvember. Þann dag ræddu nemendur skólans margvísleg sjónarmið sín og skoðanir um skólastarfið í þeim. Markmiðið með skólaþinginu er að gefa öllum vettvang eða tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá stuðning fyrir góðum tillögum sem efla skólastarfið. Nemendur á yngsta stigi ræddu frístundaheimili, […]

Viljayfirlýsingu um ljósleiðaratengingu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar og stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um ljósleiðaratengingu allra heimila í bænum. Nú þegar nær Ljósleiðarinn til um 2.100 heimila í Hafnarfirði. Í kjölfar viljayfirlýsingarinnar munu 500 heimili til viðbótar verða tengd fyrir árslok og alls verða um tíu þúsund heimili í Hafnarfirði tengd ljósleiðaranum fyrir árslok 2018. Það eru öll […]

Bæjarstjórnarfundur 11. nóvember

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 11.nóvember 2015 kl 16:00. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 11. nóvember 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.