Söngkeppni Hafnarfjarðar Posted janúar 29, 2016 by avista Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í vikunni en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars. Keppnin fór fram í Gaflaraleikhúsinu og var húsið troðfullt og dúndrandi stemning. Alls tóku 14 atriði þátt í keppninni, tvö atriði frá hverri félagsmiðstöð. Atriði sem höfðu verið valin í undankeppnum sem […]
Þétting byggðar – skýrsla Posted janúar 29, 2016 by avista Starfshópur var skipaður af skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar í lok árs 2014 til að meta möguleika sem kunna að vera til staðar í hverfum Hafnarfjarðar og í jöðrum byggðar, til þéttingar byggðar. Hópurinn hefur nú lokið störfum og afhent skýrslu til skipulags- og byggingarráðs, skýrslu sem lögð verður fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í næstu viku. Vinna […]
Þrýst á aðgerðir ráðuneytis Posted janúar 29, 2016 by avista Fulltrúi fyrirtækja á Hellnahrauni og Selhrauni í Hafnarfirði fór á fund innanríkisráðherra á dögunum ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og formanni skipulags- og byggingarráðs. Á fundinum voru lögð fram tvö formleg bréf sem snúa að gerð mislægra gatnamóta á mótum Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Gatnamóta sem þykja stórhættuleg og eru löngu orðin barn síns tíma. Hingað og ekki […]
Sinfóníuhljómsveitin Posted janúar 28, 2016 by avista Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 16:00. Einleikarar á píanó með hljómsveitinni eru Árni Halldórsson, Hugrún Britta Kjartansdóttir og Rebekka Friðriksdóttir sem eru öll nemendur í Tónskóla Sigursveins. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Jón Ásgeirsson: Fornir dansar – úrval Dmitri Shostakovitsj: Píanókonsert nr. 2 Robert Schumann: […]
Þjóðarsáttmáli um læsi Posted janúar 27, 2016 by avista Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Anna Margrét Sigurðardóttir, undirrituðu í dag samning um gerð læsissáttmála fyrir foreldra og kynningarefnis þar af lútandi. Áslandsskóli fékk þann heiður að hýsa undirritunina og stjórnaði Leifur S. Garðarsson skólastjóri athöfninni. Þjóðarsáttmáli um læsi hefur nú verið undirritaður en þar gera sveitarfélög og […]
Varðveislu- og rannsóknasetur Posted janúar 23, 2016 by avista Samningur um nýtt Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði hefur verið undirritaður. Þetta nýja setur markar mikilvæg þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Þar verða kjöraðstæður til varðveislu þjóðminja við rétt öryggisskilyrði og vel búin starfsaðstaða til safnastarfs, kennslu og rannsókna á fagsviði Þjóðminjasafns Íslands sem er höfuðsafn á sviði menningarminja. Í húsinu […]
Bæjarstjórn með í landsleik Posted janúar 23, 2016 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur ákveðið að skrá sig til leiks í Landsleik í lestri og þar með skrá lestur sinn á bókum, skýrslum og greinargerðum næsta mánuðinn. Það sem meira er þá ætlar bæjarstjórnin að virkja fjölskyldur sínar með í þetta verðuga læsisverkefni. Á sjálfan Bóndadaginn fór af stað landsátakið – Landsleikur í lestri – þar […]
Hafnfirsku flóttafjölskyldurnar Posted janúar 22, 2016 by avista Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrradag eftir langt ferðalag. Flóttafjölskyldurnar þrjár, sem koma til með að setjast að í Hafnarfirði, voru ekki í hópnum að þessu sinni. Tvær þeirra sáu sér ekki fært að koma og einhver bið verður á þeirri þriðju vegna fjölskylduaðstæðna. Val á nýjum fjölskyldum stendur yfir. Þess […]
Guðríður Ósk Elíasdóttir Posted janúar 22, 2016 by avista Við upphaf bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn var Guðríðar Óskar Elíasdóttur minnst en hún lést nýverið. Guðríður var verkalýðsforkólfur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var í forystu Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ. Guðrún Ósk var máttarstólpi í verkalýðshreyfingunni og gegndi þar margvíslegu hlutverki. Hún var varabæjarfulltrúi frá árinu 1974 og bæjarfulltrúi á […]
Gjald undir meðalverði Posted janúar 21, 2016 by avista Verðlagseftirlit ASÍ er þessa dagana að kanna verðlagsbreytingar gjaldskráa sveitarfélaganna. Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í upphafi árs breytingar á gjaldskrám […]