Category: Fréttir

Bóka- og bíóhátíð barnanna

 Til stendur að hefja nýtt ár með menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla verður lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri. Börn, bækur og […]

Fræði og fjölmenning – kall eftir ágripum

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna Fræði og fjölmenning 2016. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélags- […]

Jákvæðar breytingar hjá Björkunum

  Forsvarsmenn Bjarkanna líta mjög jákvæðum augum á þessa breytingu og sjá nú tækifæri í því að byggja upp enn sterkara íþróttafélag með enn betri þjónustu.   Nýr rekstrarsamningur milli sveitarfélags og Bjarkar   Nýverið var undirritaður samningur milli Hafnarfjarðar og Fimleikafélagsins Bjarkar varðandi rekstur á íþróttamiðstöðinni Björk. Frá og með næstu áramótum taka Bjarkirnar […]

Sandur hjá Þjónustumiðstöð

  Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til. Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er […]

Lagt til að hefja undirbúning nýs skóla

  Fjölmennir árgangar kalla á aðlögun og uppbyggingu á svæðinu   Starfshópur um skólamál á Völlum, sem fræðsluráð Hafnafjarðarbæjar skipaði í lok ágústmánaðar, hefur skilað tillögum sínum til ráðsins. Hlutverk starfshópsins var að meta húsnæðisþörf leik- og grunnskóla og móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs í ört vaxandi hverfi á Völlum. Starfshópurinn hefur nú lagt til […]

Útboð á aðkeyptri þjónustu – ábati 111 milljónir

  Mikil áhersla hefur verið lögð á að lækka rekstarkostnað Hafnarfjarðarbæjar án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Einn af liðunum í umbótaferli bæjarins snýr að auknum útboðum á aðkeypti þjónustu. Nýlega voru boðnir þjónustuþættir sem snúa m.a að tryggingum, endurskoðun, skólaakstri, alhliða prentlausnum, framleiðslu á mat og ræstingu. Ábati við útboð þessarra þátta á […]

Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks

  Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir fór af stað í september á þessu ári og er óhætt að segja að mikil gleði sé meðal aðstandenda og ekki síður þátttakenda sem hafa síðustu mánuði verið í starfsnámi, búið til söluvörur fyrir Jólaþorpið, haldið opið kaffihús og haldið úti bloggi.  Sex ungmenni hafa tekið virkan þátt í þjónustuúrræðinu […]

Jóladagskrá Byggðasafnsins

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna. Þar eru þeim sagðar sögur af lífinu í húsinu frá liðnum tíma. Meðal annars er sagt frá jólaeplunum, frá heimsókn danska krónprinsins sem þáði súkkulaði með rjóma og margt fleira áhugavert. […]

Samningur við Samtökin ´78

Hafnarfjarðarkaupstaður og Samtökin ´78 undirrituðu í dag, föstudaginn 11. desember 2015, samstarfssamning um fræðslusamstarf sem hefst á árinu 2016. Meginmarkmið samnings er að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Meginefni samnings er að starfsfólk á vegum Samtakanna ´78 standi fyrir fræðslu fyrir […]

Veggir úr sögu kvenna

  Hafnarfjörður í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og Bæjarbíó hefur sett upp sýningu um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára. Sýningin hefur farið hringinn í kringum landið og verið sett upp í samstarfi við ellefu sveitarfélög.  Nú er komið að Hafnarfirði og er það bæjarfélaginu sannur heiður að fá að hýsa sýninguna í desember. Sýningin hefur nú verið […]