Category: Fréttir

Bætt þjónusta við pólskumælandi íbúa

Nú veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar upplýsingagjöf og aðstoð á pólsku því nýverið tók til starfa pólskumælandi þjónustufulltrúi. Þar með er þjónusta  við um 1100 pólskumælandi íbúa sveitarfélagsins stórbætt. Starfsmenn þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar veita almenna þjónustu og upplýsingagjöf ásamt því að aðstoða við umsóknir um þjónustu. Þjónustuverið er á Strandgötu 6, opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka […]

Bæjarstjórnarfundur 28. október

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 28.október 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 28. október 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Skrifað undir samning um þjónustu við hælisleitendur

Hafnarfjarðarbær og Útlendingastofnun hafa skrifað undir samningum  um þjónustu og búsetuúrræði fyrir þrjár fjölskyldur hælisleitenda meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, skrifuðu undir samninginn ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu sem staðfesti samninginn fyrir hönd ráðherra. Samningurinn gildir til 1. mars 2016. „Þetta […]

Opna kaffihús í Húsinu

Nýr vinnuhópur fatlaðra ungmenna í Húsinu, sem hefur fengið nafnið Geitungarnir, ætlar að halda úti kaffihúsi föstudaginn 23. október milli klukkan 16:30 og 18:30 í Staðarbergi 6. Kaffi, heitt súkkulaði, bollakökur og skinkuhorn er meðal þess sem verður í boði gegn vægu gjaldi og auk þess verður handverkssala á staðnum en hópurinn hefur undanfarnar vikur […]

Leynist grenitré í garðinum þínum?

Senn líður að jólum og þá gengur í garð tíminn þar sem þarf að sinna uppsetningu á jólalýsingum og skreytingum. Garðyrkjustjóri leitar eftir grenitrjám í görðum sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki þar. Grenitré geta orðið mjög há og taka oft ansi mikið pláss og kostnaðarsamt fyrir garðeigandann að fjarlægja slík tré, því var ákveðið […]

Hamarinn – ný aðstaða í Öldutúnsskóla

Dagurinn í dag markaði tímamót hvað varðar aðstöðu fyrir unglinga í Öldutúnsskóla. Þá var formlega tekið í notkun nýtt rými sem nemendur geta nýtt í frímínútum, hópastarfi í kennslustundum og í félagsmiðstöðinni Öldunni. Í rýminu, þar sem gamla tölvustofan var, eru sófar, hópvinnuborð, tölvur, skjávarpi, tímarit og fleira. Undanfarnar vikur hafa nemendur og starfsmenn tekið […]

Reykdalsstífla

Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir, var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldaranum á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk […]

Fundað með Hafnarfjarðarbæ um móttöku flóttafólks

Að fenginni tillögu flóttamannanefndar hefur félags- og húsnæðismálaráðherra ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um móttöku fyrsta hóps flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands og er vænst að komi til landsins í desember.  Á vef Velferðarráðuneytisins  er birt bréf til þeirra sveitarfélaga sem lýst hafa […]

Námskeið um lestrarþjálfun

Í gær sóttu rúmlega 40 leik- og grunnskólakennarar í Hafnarfirði námskeiðið K-PALS sem er kennsluaðferð í lestrarþjálfun með jafningjastuðning að leiðarljósi. Námskeiðið fór fram í Hraunvallaskóla. Skólaskrifstofan stendur að námskeiðinu í samstarfi við SÍSL verkefnið sem hefur leyfið fyrir notkun og kennslu á PALS á Íslandi. K-PALS og PALS námskeið hafa áður verið haldin fyrir […]

Fjölbreyttara frístundastarf

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa undirritað samning um rekstur frístundaheimilis á vegum Hauka fyrir börn á aldrinum sex til níu ára með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar. Starfshópur á vegum Hafnarfjarðarbæjar hefur unnið að breytingum á umgjörðinni um starfsemi frístundaheimila. Í hverjum skóla eru rekin frístundaheimili fyrir yngstu börnin en ein af nýju frumkvöðlahugmyndum starfshópsins var að gefa […]