Category: Fréttir

Flottir hafnfirskir unglingar

Á fundi fræðsluráðs í gær  kynnti Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrslu frá Rannsóknum og greiningu sem gerð er fyrir Menntamálaráðuneytið og fjallar um vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Frá árinu 2003 hefur Hafnarfjarðarbær fengið sérstaka úrvinnslu úr þessari könnun og greint gögnin niður á hvern skóla. Þannig hefur verið hægt að […]

Fundargerð forsetanefndar

Á fundi forsetanefndar Hafnarfjarðarbæjar sl. mánudag voru drög að nýrri samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til umræðu og drög að  reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn. Með fundargerðinni voru birtir minnispunktar frá Lögfræði- og velferðarsvið og hag-og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnuskjals sem verið hafði í vinnslu hjá stjórnsýslu bæjarins og kom aldrei til þess […]

Hafnarfjörður – Árborg

  Á föstudaginn hefst spurningakeppnin Útsvar í Ríkissjónvarpinu og eru það Hafnarfjörður og Árborg sem stíga fyrst á svið. Lið okkar er  vel þjálfað en þau  Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristbjörn Gunnarsson og Karl Guðmundsson munu endurtaka leikinn frá því í fyrra Nú er um að gera að senda liðinu okkar góða strauma og þeir sem vilja […]

“Vítamínsprauta í hjartað”

Gísli Rafn Ólafsson kom í heimsókn í Víðistaðaskóla síðastliðinn föstudag og hélt fyrirlestur um reynslu sína af hjálparstörfum fyrir 10. bekkinga. Gísli Rafn ræddi einnig um hvernig nemendur geta hjálpað og lagt sitt að mörkum í hjálparstarfi. Gísli Rafn hefur starfað út um allan heim við hjálparstörf og er sérfræðingur í að nýta tækni við […]

Þjóðarsáttmáli um læsi

Undirritaður  hefur verið samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar, fulltrúa Heimilis og skóla í Hafnarfirði og mennta- og menningarmálaráðherra um þjóðarátak í læsi barna og ungmenna. Við  undirritun á  sáttmálanum lagði Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs áherslu á það þurfi að vera skemmtilegt að lesa. „ Að mínu mati er það stórt verkefni að reyna að ná til fólks, […]

Fundað með bæjarstjóra

Í dag kom Ævar Jóhannesson 10 ára nemi í  Lækjarskóla til fundar við Harald bæjarstjóra til að ræða um byggingarleyfi fyrir kofa sem hann og félagar hans vildu reisa í Lárugerði sem er staðsettur fyrir neðan hús KFUMK við Hverfisgötuna. Ræddu þeir möguleikann að byggja hús í tré í garðinum en á endanum var niðurstaða […]

Bæjarbrúin hefst með ensku og stærðfræði

Haustið 2015 hóst kennsla í tveimur námsgreinum, ensku og stærðfræði, í Flensborg sem er hluti Bæjarbrúarinnar (sjá hér neðar). Það eru nálægt 30 nemendur (af rúmlega 350 nemendum í 10. bekk í bænum) sem stunda nám í hvorri námsgreininni sem jafnframt er þá fyrsti áfangi umræddra námsgreina í nýju þriggja ára námi þar til stúdentsprófs. […]

Fullur vilji til að taka á móti flóttamönnum

Bæjarstjórn staðfesti i dag samþykkt fjölskylduráðs frá 28. ágúst síðastliðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra áframhaldandi samtal við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu þar sem meðal annars verði horft til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks. Bæjarstjóra […]

Betra grenndargámakerfi – Aukin flokkun og stærri gámar

Þjónusta við grenndargáma í Hafnarfirði er í útboði og er stefnt að því að nýtt og betra kerfi taki við í febrúar 2016.  Breytingar verða á söfnunargámum frá 1. september og því mögulegar raskanir á þjónustu meðan verið er að skipta út gámum. Nýtt grenndargámakerfi, sem tekur við í febrúar, byggir á stærri gámum og […]

Árni Gunnlaugsson

Við upphaf bæjarstjórnarfundar í dag var Árna Gunnlaugssonar minnst. Árni var fæddur 11. mars 1927 enn hann lést 10. ágúst 2015. Árni var bæjarfulltrúi  fyrir Alþýðuflokkinn 1958 – 1962 og fyrir Félag óháðra borgara  frá stofnun  þess 1966 – 1982. Hann var forseti bæjarstjórnar 1966 – 1968. Sat í bæjarráði 1966 – 1972 og 1973 […]