Category: Fréttir

Dagana 7.- 9. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum

Dagana 7.- 9.janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk. Íbúar eru jafnframt hvattir til að hirða upp skotelda eftir sig og fara með á endurvinnslustöðvar.

Breytingar á akstursþjónustu

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Á grundvelli þess var Strætó falið að reka þjónustuna frá og með áramótunum, en Strætó hefur rekið hana í Reykjavík frá árinu 2001. Aukið öryggi og sveigjanleiki Markmið Strætó er að tryggja notendum akstursþjónustunnar bæði sveigjanlegri og […]

Vara-litir

Sunnudaginn 4. janúar kl. 15 mun Ragnar Þórisson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir en þetta er jafnframt síðasti dagur sýningarinnar. Ragnar Þórisson hefur helgað sig málverkinu alfarið í listsköpun sinni. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur þróað aðferðir og myndefni sitt jafnt og þétt síðan. Nálgun Ragnars við […]