Category: Fréttir

Landsnet og Hafnarfjarðarbær semja um niðurrif Hamraneslínu eigi síðar en 2018

  Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifuðu í dag undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis fyrirtækisins innan Hafnarfjarðar.   Haraldur fagnar því að samkomulag hafi náðst með samvinnu og samstarfi við íbúa á  svæðinu. „Samkomulagið sem við undirrituðum í dag tryggir að nú þegar verður hafist handa við að breyta […]

Skrifað undir samkomulag við Landsnet

Á morgun, fimmtudaginn 9.júlí kl.14.00 munu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifa undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar sem m.a. felur í sér niðurrif á Hamraneslínum. Einnig munu Landsnet, Hafnarfjarðarbær og samtök íbúa á Völlum skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu. Undirskriftin fer fram utandyra við […]

Sumargöngur – Neisti listarinnar

Í sumar er boðið uppá kvöldgöngur í Hafnarfirði með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Miðað er við að þær taki um klukkustund og séu við allra hæfi. Þátttaka er ókeypis. Fimmtudaginn 9. júlí kl. 20 verður gengið  um slóðir myndlistarkonunnar Hönnu Davíðsson sem hóf búskap sinn í Sívertsen húsi árið 1912. Húsið, sem telst vera […]

Actavis til umræðu í Bæjarráði í morgun

Bæjarráð fundaði í morgun með fulltrúum frá Actavis þar sem farið var yfir þær breytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu. Starfsemi Actavis er snar þáttur í fjölbreyttu atvinnu lífi Hafnarfjarðar og fyrirhugaður samdráttur rekstrarins því áfall. Bæjarráð skorar á stjórnendur Actavis að leita allra leiða til að viðhalda öflugri starfsemi í Hafnarfirði og að allir […]

Viðamikil umbótaáætlun lögð fram

Nú liggja fyrir niðurstöður úttekta á rekstri Hafnarfjarðarbæjar sem ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 hafa unnið að undanfarna mánuði. Skýrslurnar og tillögur til umbóta hafa verið birtar á vef Hafnarfjarðar í anda opinnar stjórnsýslu gagnvart bæjarbúum. Tillögurnar verða teknar til meðferðar á næstu vikum og mánuðum innan stjórnkerfis bæjarins.  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur það markmið að stöðva […]

Sumarhátíð í miðbænum

Fimmtudaginn 2. júlí milli kl. 13 og 16 verður haldin sumarhátíð í miðbænum fyrir börn og unglinga sem hafa tekið þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði. Kl. 13 verður hafist handa við að kríta listaverk á Ráðhústorgið (ef veður leyfir) og kl. 14 hefst dagskrá á Thorsplani. Gestir geta tekið þátt í leikjum og þrautum, listahópur […]

Breytingar á stjórnskipulagi bæjarins samþykktar

Á aukafundi í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í morgun voru samþykktar eftirfarandi breytingar á á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar. Breyting á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar. Hjá bænum verða fjögur þjónustusvið og tvö stoðsvið.  Þjónustusviðin snúa einkum að þjónustu við bæjarbúa en verkefni stoðsviðanna miða að því að styðja við framkvæmd verkefna á þjónustusviðunum. […]

Bæjarstjórnarfundur 29.júni

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mánudaginn 29.júní kl.09.15 í Hafnarborg. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. júní 2015 Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á vef bæjarins.

Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi

Capacent hefur unnið úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins. Hér er hægt að nálgast skýrsluna – Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, Greiningarhluti“.

Fráveitan – unnið við lagfæringar á Ósnum

Starfsmenn Fráveitu Hafnarfjarðar og kafarar frá Köfunarþjónustunni hf. hafa lokið við það vandasama verk að hreinsa „Ósinn“ miðlunargeymi Fráveitu Hafnarfjarðar. Ástand geymisins var mun lakara en búist hafði verið við en annar tveggja hnífloka í botni hans var fastur og óvirkur. Smíði rörhluta og annarra íhluta er hafin en ljóst er að frágangur þeirra og […]