Category: Fréttir

Kirkjuvellir 12

Hafnarfjarðarbær auglýsir fjölbýlishúsalóðina að Kirkjuvöllum 12 lausa til úthlutunar. Lóðin er 4511,0 m2 að stærð og nýtingarhlutfallið allt að 0,6.  Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 30 íbúðum.  Stærðardreifing íbúða skal vera nokkuð jöfn. Verð pr. íbúð kr. 3.470.568 m.v. heildarstærð húss 1200 m2 ef mannvirki er stærra þá þarf að greiða fyrir […]

Dagur tónlistarskólans

Laugardaginn 14. febrúar verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í flest öllum tónlistarskólum landsins. Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er komin áralöng hefð fyrir dagskrá í skólanum þennan dag. Nemendur í Forskóla II koma með foreldrum sínum kl. 10.00 í Hásali þar sem kennarar skólans verða með hljóðfærakynningu, en nemendur í Forskóla II hefja flestir hljóðfæranám næsta vetur. […]

Sérstakar húsaleigubætur – endurskoðun á fyrirkomulagi

Fjölskylduráð samþykkti að fundi sínum í morgun að  leggja til við bæjarstjórn að draga til baka  að sinni ákvörðun um breytingu á sérstökum húsaleigubótum sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þann 9. desember síðastliðinn. Fjölskylduráð samþykkti einnig að taka til ítarlegrar endurskoðunar fyrirkomulag á sérstökum húsaleigubótum.  Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem […]

Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Markmiðið með stofnun markaðsstofu er að skapa vettvang þar sem kostir bæjarins fyrir starfsemi fyrirtækja, móttöku ferðamanna, nýrra íbúa  eru kynntir og  um leið að efla tengslin við fyrirtæki og aðra starfssemi sem fyrir er í bænum. Rósa […]

Frítt í sund í vetrarfríinu

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að dagana 25.febrúar – 1. mars þegar skipulagsdagur og vetrarfrí eru i leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar verði öllum veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins. Sjáumst í sundi í vetrarfríinu Í Hafnarfirði eru 3 almennings sundlaugar, sú elsta frá 1943, Sundhöllin við Herjólfsgötu en yngst er Ásvallalaugin sem var […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Hafnarfirði

Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komust á listann af þeim 32.691 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7% samkvæmt upplýsingum á www.creditinfo.is  og þar af […]

Leiðrétting á lóðarleigu 12 lóða á hafnarsvæðinu

Um ármót var gerð sú breyting að bæjarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar tók að sér að annast bókhald og fjárreiður Hafnarfjarðarhafnar  sem m.a. felur í sér innheimtu lóða- og fasteignagjalda fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Markmiðið með breytingunni var að allar stofnanir bæjarins væri í sama bókhaldskerfi og að sömu ferlar væru notaðir þegar kemur að bókhaldi bæjarins. Við breytinguna kom […]

Grunnskólahátíðin #gsh2015

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði.   Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. Um daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 13:00 og 15:00. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Leiksýningar  kl. 13:00 eru fyrir Áslandsskóla, […]

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar og er hann haldinn hátíðlegur í leikskólum Hafnarfjarðar sem og í öðrum leikskólum landsins.  Þetta er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Þetta er í áttunda skipti sem hann er haldinn og verður nú sem fyrr margt gert […]

Nýr leikskóli á Völlunum

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að hefja byggingu á nýjum 4 deilda leikskóla við Bjarkavelli. Leikskólinn verður byggður samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur.  Framkvæmdir við skólann hefjast síðar á þessu ári og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun 2016 Á Völlunum búa nú hátt í 5000 manns og bætir leikskólinn úr brýnni […]