Category: Fréttir

Úttekt á Hafnarfjarðarhöfn

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fram fari úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri  Hafnarfjarðarhafnar sl. tíu ár. Úttektin verði víðtækari á hafnarsjóði en áform voru um í áður samþykktri rekstrarúttekt á stofnunum Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöður verða hafðar til hliðsjónar við mótun framtíðarstefnu í málefnum hafnarinnar þar sem m.a. er horft til […]

Á gráu svæði í Hafnarborg

Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor. Sýningin ber yfirskriftina Á gráu svæði. David Taylor hefur vakið athygli víða um heim fyrir einstaka og framsækna hönnun. Á gráu svæði er hans fyrsta sýning hér á landi. Sýningin samanstendur af hversdagslegum hlutum eins og lömpum, klukkum […]

Markmiðið að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum

Fræðsluráð hefur samþykkt  að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Í Hafnarfirði er hlutfall leikskólakennara í dag um 31% og aðrir með uppeldismenntun um 17%.  Alls er hlutfall fagfólks því um 48% í leikskólum Hafnarfjarðar. Þótt þetta sé í hærri kantinum ef miðað er við önnur sveitarfélög vantar talsvert upp […]

Frábæru málþingi lokið

Í gær var haldið málþingi um læsi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði á skipulagsdegi þeirra.  Nálægt 900 starfsmenn leik- og grunnskóla bæjarins, auk gesta, sátu þingið og var almenn ánægja með fyrirlestrana og málstofurnar sem i boði voru.   Málþingið var  hluti af læsisverkefni bæjarins sem farið var af stað með á síðasta […]

Símtalagögn tóku eingöngu til númera sem bærinn greiðir að fullu

Í tilefni af umræðu um athugun Hafnarfjarðarbæjar á símtölum úr símkerfi bæjarins vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri: Gögn frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar tóku ekki til símanúmera þar sem þak er á greiðsluþátttöku bæjarins og náðu því til mun færri símanúmera en áður hefur komið fram í fjölmiðlum.  Í yfirlýsingu Vodafone til bæjarins, segir m.a. […]

Hádegistónleikar í Hafnarborg

Viðar Gunnarsson kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg þriðjudaginn 24. febrúar kl. 12 ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Ást og bænir mun Viðar flytja þekktar ítalskar aríur eftir W. A. Mozart, G. Donizetti og G. Verdi. Þetta verða fyrstu hádegistónleikarnir eftir áramót en fyrr á þessu tónleikaári komu fram Elmar Gilbertsson, […]

Markmiðið að bæta námsárangur

Á fundi fræðsluráðs í morgun var samþykkt að efna til samstarfs við leik-og grunnskólana í bænum um nýtt þróunarverkefni sem beinist að því að bæta námsárangur í öllum skólum bæjarins. Þróunarverkefnið er hugsað til tveggja ára og beinist að því að efla læsi, virkni og námsáhuga á  öllum  námssviðum og  námsgreinum,  með sérstakri áherslu á […]

Málþing um læsi 25. febrúar

Málþing um læsi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði verður haldið á skipulagsdegi beggja skólastiganna í Hafnarfirði þann  25. febrúar nk. á Hilton Hótel Nordica. Málþingið byggir á tveimur aðalfyrirlestrum og fjórum málstofum þar sem flutt verða fjögur erindi samtímis. DAGSKRÁ  Kl. 8.30    Setning                    Ávarp – Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Kl. 8.45    Aðalfyrirlestur […]

Karólína könguló á bókasafninu

Sögustund á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 21.febrúar kl. 13.00 Katrín Ósk Jóhannsdóttir, höfundur bókanna um Karólínu könguló, les upp úr bókum sínum og leysir þrautir með börnunum. Allir velkomnir !

Öskudagurinn

Öll börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár. Í öllum grunnskólum í Hafnarfirði er skertur dagur og skólastarfið brotið upp.  Hver skóli fyrir sig útfærir sína dagskrá til kl. 11:00 um morguninn. Frístundaheimilin eru með skemmtidagskrá fyrir þau börn sem þar eru. Félagsmiðstöðvarnar verða flestar með starf fyrir miðdeild seinnipartinn þennan dag […]