Stuðningur við starfsfólk í leikskólanám Posted ágúst 24, 2015 by avista Í dag voru undirritaðir samningar við starfsfólk í leikskólum bæjarins sem fær námsstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til að stunda nám í leikskólakennarafræðum. 23 starfsmenn leikskólanna hafa fengið námsstyrk til að stunda nám í leikskólafræðum, ýmist til grunnnáms eða meistaranáms. Þeir fá stuðning til þess að sækja kennslu á dagvinnutíma og fá þannig leyfi frá störfum í […]
Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu Posted ágúst 21, 2015 by avista Starfsfólk Áslandsskóla hleypur sem fyrr ýmsar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni. Líkt og undanfarin ár hlaupa þau til styrktar Íþróttafélaginu Firði. Gangi ykkur vel á morgun.
Grunnskólastarfið að hefjast Posted ágúst 18, 2015 by avista Grunnskólar Hafnarfjarðar hefja kennslu í næstu viku þegar nemendur mæta í skólann mánudaginn 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins í hverjum skóla má svo finna á heimasíðum skólanna: Áslandsskóli Hraunvallaskóli Hvaleyrarskóli Lækjarskóli Setbergsskóli Víðistaðaskóli (Víðistaðatún og Engidalur) Öldutúnsskóli Starfsfólk skólanna er þegar mætt til starfa og hefur hafið undirbúning kennslunnar og […]
Heilsubærinn Hafnarfjörður Posted ágúst 18, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær og Embætti landlæknis standa fyrir átakinu Heilsueflandi samfélag til eflingar lýðheilsu í bæjarfélaginu. Hluti af átakinu felst í að afla gagna um almenna heilsu bæjarbúa og aðgengi þeirra að heilsueflingu. Gögnin hjálpa einnig til við mat á stöðu lýðheilsumála í Hafnarfirði. Álit bæjarbúa er mikilvægt í slíku stöðumati og því er boðað til tveggja […]
Listamannaspjall og sýningarlok Posted ágúst 18, 2015 by avista Sunnudaginn 23. ágúst kl. 15 munu Björn Árnason, Daniel Reuter og Katrín Elvarsdóttir koma saman í aðalsal Hafnarborgar og ræða verk sín á sýningunni Enginn staður við sýningargesti. Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar. Á sýningunni eru verk átta ljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Ásamt þeim Birni, […]
Göngu-, hjóla- og hlaupaleiðir Posted ágúst 17, 2015 by avista Í umhverfi Hafnarfjarðarbæjar eru fjölbreyttar göngu-og hlaupaleiðir sem henta vel til útivistar fyrir alla fjölskylduna. Göngu- og hlaupaleiðir eru hluti af samgöngukerfi bæjarins og hefur kerfið stækkað töluvert á umliðnum árum og er lengd þess nú um 40% af lengd gatnakerfisins. Aukin áhersla hefur verið á að bæta aðgengi gangandi fólk, hlaupandi og hjólreiðafólks. Ef þú […]
Vinnuskólinn fær Grænfánann Posted ágúst 14, 2015 by avista Vinnuskóli Hafnarfjarðar ákvað í sumar að innleiða inn Grænfánann, alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni. Nú flokkar Vinnuskólinn allt rusl og nýtir matarafganga til moltugerðar. Umhverfishópur skipaður ungu fólki var stofnaður og stóð hópurinn fyrir fræðslu fyrir starfsmenn vinnuskólans og voru m.a. með fræðslu í mötuneyti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Starfsmenn á skrifstofu […]
Árshlutareikningur, 1. janúar til 30. júní 2015 Posted ágúst 13, 2015 by avista Rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins var neikvæð um 389 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir um 80 milljóna króna halla á tímabilinu. Þetta frávik má rekja til ófyrirsjáanlegrar endurgreiðslu á eftirágreiddu útsvari að fjárhæð um 400 milljónir króna. Aðrar tekjur eru yfir áætlunum vegna söluhagnaðar hlutabréfa í HS Veitum hf. Rekstur málaflokka var í […]
Breytingar á „Ósnum“ Posted ágúst 13, 2015 by avista Eflaust hafa margir Hafnfirðingar tekið eftir því að síðan í júní hafa neyðarútrásir Fráveitu Hafnarfjarðar við Vesturgötu og Óseyrarbraut staðið opnar. Þetta þýðir að óhreinsað skolp hefur runnið í sjóinn á tveim stöðum, skammt undan landi með tilheyrandi fuglalífi. Undanfarin sex ár hefur öllu skolpi frá Hafnarfirði verið dælt í hreinsi- og útrásardælustöðina í Hraunavík […]
Leikskólaaldur lækkaður og niðurgreiðslur í dagforeldrakerfið auknar Posted ágúst 13, 2015 by avista Bæjarráð samþykkti í dag í umboði bæjarstjórnar tillögur fræðsluráðs frá 1. júní um lækkun innritunaraldurs barna í leikskóla og um hækkun á mótframlagi til foreldra barna hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að á kjörtímabilinu verði börn 18 mánaða á því ári sem þau innritast í leikskóla í stað tveggja ára eins og verið hefur. Niðurgreiðslur […]