Category: Fréttir

Evrópski tungumáladagurinn

Erindi Önnu Margrétar Bjarnadóttur á Evrópska tungumáladeginum og myndband frá nemendum skólans Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur þann 26. september síðastliðinn. Í aðdraganda dagsins stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands að umræðum um mikilvægi tungumála og tungumálakennslu. Þjóðþekktir aðilar úr samfélaginu og nemendur voru hvattir til þess að taka þátt í […]

Forvarnardagurinn

Í dag, föstudaginn 2. október er Forvarnardagurinn og  er hann mikilvægur liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga þegar kemur til áfengis- og vímuefnamála ungs fólks. Hafnfirskir skóla hafa tekið þátt í deginum og hefur áherslan verið á nemendur í 9. bekk.  Nemendur vinna vinnu við forvarnir og fá til þess ýmis gögn sem má kynnast betur og […]

Hildur Bjarnadóttir ráðin byggingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

Hildur lauk prófi í arkitektúr frá Southern California Institute of Architecture í Bandaríkjunum árið 1988. Hún er löggiltur hönnuður skv. 25 gr. mannvirkjalaga og hefur mikla reynslu á sviði byggingarframkvæmda.  Hildur hefur starfað bæði sjálfstætt og á stofum sem arkitekt í yfir 20 ár. Hún hefur reynslu af stjórnun og hefur starfað innan stjórnsýslunnar. Hildur […]

Þormóður Sveinsson ráðinn skipulagsfulltrúi

Þormóður lauk prófi í arkitektúr frá Háskólanum í Lundi árið 1979 og stundaði samhliða nám í hagrænni landafræði í  við sama skóla. Hann lauk framhaldsprófi í skipulagsfræði frá University of Manitoba í Kanada árið 1988. Þormóður er löggiltur arkitekt og hefur réttindi sem byggingarstjóri. Hann hefur starfað sem arkitekt í yfir 30 ár og hefur […]

Bæjarstjórnarfundur

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 30.september 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 30.september 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Sigríður Kristinsdóttir ráðin bæjarlögmaður

Sigríður lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og hæstaréttarlögmaður árið 2013. Hún hefur unnið við lögfræðistörf undanfarin 26 ár, þar af sem lögmaður í 21 ár. Sigríður hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og einnig hefur hún starfað innan stjórnsýslunnar. Sigríður mun hefja störf um […]

Metaðsókn í frístundaheimilin

Frístundaheimilin hafa farið vel af stað en nú eru 823 börn að nýta þjónustuna og eru það ríflega hundrað fleiri en síðasta haust. Þessi aukning hefur valdið því að sum frístundaheimili eru með nokkrar starfsstöðvar í skólunum. Vel hefur gengið að manna flestar starfsstöðvar en  er þó hægt að bætast í hóp starfsmanna. Á dögunum […]

Bæjarráð Hafnarfjarðar skorar á Alþingi að lækka tryggingargjaldið

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag var lögð fram áskorun til Alþingis um að tryggingargjald 2016 verði lækkað verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundum kemur fram að tryggingargjaldið var 5,34% fyrir hrun en var hækkað í 7% árið 2009 og þá mældist atvinnuleysi […]

Sambandið beiti sér fyrir lækkun á innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf er varðar innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars og var bréfið lagt fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag. Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því gagnvart ríkissjóði að innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars verði lækkuð og […]

Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður sunnudaginn  27. september kl. 11.00 – 13.00: Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund við Hvaleyrarvatn. Vatnshlíðarlundur er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn, á hægri hönd þegar ekið er niður að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi. Boðið upp á hressingu í Þöll að […]