Menningarstyrkir veittir Posted apríl 27, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár. Veittir voru styrkir að upphæð kr. 4.240.000. Að auki fær Gaflaraleikhúsið samkvæmt samningi kr. 20.000.000 á ári. Styrki hlutu: Karlakórinn Þrestir kr. 150.000. Barabörukórinn kr. 150.000. Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000 en […]
Bæjarstjórnarfundur 29.apríl Posted apríl 27, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 29.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Skráning í sumarstarf hafin Posted apríl 24, 2015 by avista Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015 undir aðrar umsóknir. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá […]
Gefa starfsmönnum frí til að taka þátt í hátíðarhöldum á 19.júní Posted apríl 24, 2015 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skipulögð hátíðahöld eru áformuð viða um land þennan dag og með því að gefa frí er starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar gefinn kostur á að taka þátt í þeim. Stofnanir bæjarins […]
Bjartir dagar 22.-26. apríl Posted apríl 22, 2015 by avista Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl. Á síðasta degi vetrar syngja fjórðu bekkingar inn hátíðina og sumarið, listamenn bjóða heim á Gakktu í bæinn og Heimahátíðin verður haldin í 13 heimahúsum í miðbænum. Sumri verður fagnað með fjölskyldudagskrá á Sumardaginn fyrsta og á Björtum dögum […]
Sumardagurinn fyrsti Posted apríl 22, 2015 by avista Fimmtudagur 23. apríl – 8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Opið frá kl. 8-17. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum. 11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur. 12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur. 12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin. 13 […]
Til skoðunar að breyta innritunarreglum í leikskóla Posted apríl 20, 2015 by avista Á fundi fræðsluráðs í morgun var rætt um stöðu innritunar í leikskóla bæjarins. Í ljósi umræðu og fyrirspurna um innritunarreglur og inntökualdur barna á leikskóla bæjarins að undanförnu vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt innritunarreglum bæjarins fá öll börn inni á leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Yngri börn komast einnig inn […]
Glæsilegar hátíðir 4. bekkja Posted apríl 20, 2015 by avista Aprílmánuður er sá tími sem vorið heilsar okkur og er óhætt segja að vorboðinn hjá yngri nemendum í grunnskólunum birtist í lokahátíðum Litlu upplestrarkeppninnar. Á hverjum morgni fyllast stofur og salir grunnskólanna af áhugasömum foreldrum og öðrum góðum gestum sem eru mættir til að hlusta á nemendur í fjórða bekk flytja texta og ljóð og […]
Enn er unglingum selt tóbak Posted apríl 16, 2015 by avista Í mars- og apríl stóð forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur eða neftóbak á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa neftóbak og svo nokkru seinna var reynt að kaupa sígarettur. Tveir sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af […]
Ársreikningur 2014 Posted apríl 15, 2015 by avista Rekstrarniðurstaða ársins fyrir óvenjulega liði var jákvæð um 409 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má rekja til hækkunar á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en meðal óvenjulegra liða er gjaldfærsla vegna […]