Category: Fréttir

Menningarstyrkir veittir

Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár. Veittir voru styrkir að upphæð kr. 4.240.000. Að auki fær Gaflaraleikhúsið samkvæmt samningi kr. 20.000.000 á ári. Styrki hlutu: Karlakórinn Þrestir kr. 150.000.   Barabörukórinn kr. 150.000. Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000 en […]

Bæjarstjórnarfundur 29.apríl

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 29.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Skráning í sumarstarf hafin

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015 undir aðrar umsóknir. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá […]

Gefa starfsmönnum frí til að taka þátt í hátíðarhöldum á 19.júní

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag  að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi  19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skipulögð hátíðahöld eru áformuð viða um land þennan dag og með því að gefa frí er starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar gefinn kostur á að taka þátt í þeim.  Stofnanir bæjarins […]

Bjartir dagar 22.-26. apríl

Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl.  Á síðasta degi vetrar syngja fjórðu bekkingar inn hátíðina og sumarið, listamenn bjóða heim á Gakktu í bæinn og Heimahátíðin verður haldin í 13 heimahúsum í miðbænum. Sumri verður fagnað með fjölskyldudagskrá á Sumardaginn fyrsta og á Björtum dögum […]

Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudagur  23. apríl – 8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.  Opið frá kl. 8-17.   11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum. 11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur. 12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur. 12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin. 13 […]

Til skoðunar að breyta innritunarreglum í leikskóla

Á fundi fræðsluráðs í morgun var rætt um stöðu innritunar í leikskóla bæjarins. Í ljósi umræðu og fyrirspurna um innritunarreglur og inntökualdur barna á leikskóla bæjarins að undanförnu vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt innritunarreglum bæjarins fá öll börn inni á leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Yngri börn komast einnig inn […]

Glæsilegar hátíðir 4. bekkja

Aprílmánuður er sá tími sem vorið heilsar okkur og er óhætt segja að vorboðinn hjá yngri nemendum í grunnskólunum birtist í lokahátíðum Litlu upplestrarkeppninnar.  Á hverjum morgni fyllast stofur og salir grunnskólanna af áhugasömum foreldrum og öðrum góðum gestum sem eru mættir til að hlusta á nemendur í fjórða bekk flytja texta og ljóð og […]

Enn er unglingum selt tóbak

Í mars- og apríl stóð forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur eða neftóbak á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa neftóbak og svo nokkru seinna var reynt að kaupa sígarettur. Tveir sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af […]

Ársreikningur 2014

Rekstrarniðurstaða ársins fyrir óvenjulega liði var jákvæð um 409 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má rekja til hækkunar á  lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en meðal óvenjulegra liða er gjaldfærsla vegna […]