Category: Fréttir

Vinnuskólinn

Í dag mánudaginn 4. maí var farið með umsóknir ásamt kynningarbréfi í alla grunnskóla í Hafnarfirði.  Unglingarnir fara með blöðin heim og fylla út ásamt forráðamanni og skila svo aftur í skólann í lok vikunnar. Nú hefur verið lokað fyrir umsóknir á netinu fyrir árgang 1998.  Þeir sem eiga eftir að sækja um á þeim […]

Markaðsstofa Hafnarfjarðar – Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni ?

Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun verða leiðandi í að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Með eflingu samstarfs íbúa, fyrirtækja, félaga og bæjaryfirvalda verður Markaðsstofan enn fremur vettvangur skoðanaskipta um hvernig gera má góðan bæ enn betri. Leitað er að verkefnastjóra til að leiða undirbúning að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar […]

Afmælistónleikar

Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17:00. Kórinn er elsti barnakór landsins sem starfað hefur samfellt. Efnisskráin samanstendur af sönglögum sem verið hefur á dagskrá kórsins í áranna rás. Frumflutt verður nýtt tónverk, Cancta Caecilia, eftir Báru Gísladóttur. Margir fyrrverandi kórfélagar koma fram […]

Aukin þjónusta við fatlað fólk

Í morgun undirrituðu, Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Þórðardóttir formaður Áss styrktarfélags, þjónustusamning vegna búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Klukkuvelli í Hafnarfirði. Árið 2013 undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Ás styrktarfélag viljayfirlýsingu þess efnis að Ás stæði að byggingu og rekstri þriggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði. Skóflustunga að fyrsta kjarnanum sem er að Klukkuvöllum  […]

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir skýrum svörum um Iðnskólann

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína  um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Bæjarstjóri hefur nú þegar óskað eftir fundi […]

Ársreikningur ársins 2014 samþykktur

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar var samþykktur á fundi sem nú var að ljúka. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 sýnir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er áfram erfið og að mikilvægt er að minnka útgjöld og greiða niður skuldir. Rekstarniðurstaða ársins, A- og B-hluta, var jákvæð um einungis 76 milljónir króna, sem er ekki í samræmi við aðlögunaráætlun sem gerð […]

Ertu með góða hugmynd ? Bæjarráð auglýsir eftir styrkumsóknum

Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. […]

Sölutjöld/hús á 17. júní

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús  á 17. júní  geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tómstundamála, netfang:  ith@hafnarfjordur.is eða í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötur 6 merktar 17. júní. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar  en fimmtudaginn 20. maí kl. 15:00, en þá verður dregið um staðsetningu söluaðila og er aðilum boðið að […]

Mikill áhugi á Víðistaðatúni

Nýlega hóf starfshópur störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar sem er ætlað að skoða möguleika á að nýta Víðistaðatún enn betur og móta framtíðarsýn fyrir svæðið. Þann 20.apríl var haldinn íbúafundur um Víðistaðatún, fjölmargir mættu á fundinn og voru líflegar og áhugaverðar umræður.

Menningarstyrkir veittir

Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár. Veittir voru styrkir að upphæð kr. 4.240.000. Að auki fær Gaflaraleikhúsið samkvæmt samningi kr. 20.000.000 á ári. Styrki hlutu: Karlakórinn Þrestir kr. 150.000.   Barabörukórinn kr. 150.000. Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000 en […]