Mikilvægar upplýsingar vegna óveðurs Posted desember 7, 2015 by avista Von er á afar slæmu veðri síðar í dag og hefur óvissustigi verið lýst yfir á landinu öllu. Mikilvægt er að allir íbúar og aðrir sem þurfa ekki að vera úti að nauðsynjalausu fari heim áður en veðrið skellur á og haldi sig heima. Reiknað er með að veðrið skelli á í síðasta lagi kl. […]
Óvissuástand eftir kl. 17 í dag Posted desember 7, 2015 by avista Það bendir margt til þess að slæm veðurspá fyrir landið allt gangi eftir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Vindaspáin fyrir Reykjavík og nágrenni er rauð í kvöld og eins er gert ráð fyrir töluverðri ofankomu og þá er fljótt að verða ófært. Almannavarnir gáfu út viðvaranir í gær sem enn eru í gildi og full […]
Hönnun og ráðgjöf fyrir Sólvang Posted desember 4, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hönnun og ráðgjöf vegna húss og lóðar fyrirhugaðs Hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Stærð byggingar er áætluð 3.900 fermetrar og lóð um 5.000 fermetrar, einnig eiga bjóðendur að gefa verð í hönnun vegna breytinga á eldra húsnæði Sólvangs. Útboðsgögn verða afhent hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tilboðum skal skila á Norðurhellu 2, […]
Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk Posted desember 3, 2015 by avista Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018. Í dag skrifuðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Sveinn E. Sigurðsson formaður Húsbyggingarsjóðs og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar […]
Fræðst um flóttafólk Posted desember 3, 2015 by avista Starfsfólk Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar átti fróðlegan samráðsfund í dag með Dr. Dubus, Nicole Mignon, bandarískum sérfræðingi í málefnum flóttamanna og háskólakennara. Hún er hér á landi á vegum velferðarráðuneytisins og er til ráðgjafar við stjórnvöld og starfsfólk sveitarfélaga um móttöku flóttamanna og heimsótti Hafnarfjörð í dag. Á fundinum með Nicole voru rædd málefni flóttamanna og þá […]
Árdís ráðin samskiptastjóri Posted desember 3, 2015 by avista Árdís er með meistarapróf í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaskólanum í Árósum, grunnpróf í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera með alþjóðlegt IATA/UFTA próf frá Ferðamálaskóla Íslands. Árdís býr að góðri reynslu á fjölbreyttu sviði og hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri í stækkandi sprotafyrirtæki, markaðs- og kynningarstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem styður […]
Kaffihylkjahálsmen til sölu Posted desember 2, 2015 by avista Þetta er samvinnuverkefni Öldutúnsskóla, Vatnsendaskóla, Hagaborgar og Gloria Fuertes sem er skóli á Spáni. Lykilorð verkefnisins eru Vinátta – Sköpun – Endurnýting Markmið þess er að nemendur öðlist aukna samkennd og gleði við það að skapa fallegt handverk og gefa af sér um leið. Öðlist skilning á mikilvægi endurnýtingar og læri um mismunandi efnivið. […]
Tilkynning vegna slæms veðurs Posted nóvember 30, 2015 by avista Íbúar Hafnarfjarðar eru hvattir til að fylgjast með veðri á morgun þriðjudaginn 1. desember. Einnig eru íbúar hvattir til að fara varlega og ekki vera á ferðinni að óþörfu meðan versta veðrið gengur yfir. Íbúar eru beðnir um að hreinsa vel frá sorpílátum og má búast við að sorphirða riðlist aðeins vegna veðurs.
Syngjandi jól á laugardaginn Posted nóvember 30, 2015 by avista Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember nk. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna. Dagskrá Syngjandi jóla 2015 er sem hér segir: 09:20 Leikskólinn Norðurberg 09:40 Kór Setbergsskóla 10:00 Leikskólinn Hvammur 10:20 Leikskólinn Álfasteinn 10:40 Leikskólinn Stekkjarás […]