Kjörstaðir og kjörskrá

Fréttir

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla vegna for­seta­kjörs hófst laug­ar­dag­inn 30. apríl.  Frá og með 9. júní fer at­kvæðagreiðslan ein­göngu fram í Perlunni í Öskju­hlíð, Reykja­vík frá kl. 10:00 og 22:00. 

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla vegna for­seta­kjörs, sem fram fer 25. júní 2016, hófst við embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu laug­ar­dag­inn 30. apríl.  Frá og með 9. júní fer at­kvæðagreiðslan ein­göngu fram í Perlunni í Öskju­hlíð, Reykja­vík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.  Þó verður lokað föstu­dag­inn 17. júní.

Á kjör­dag, laug­ar­dag­inn 25. júní, verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyr­ir kjós­end­ur sem eru á kjör­skrá utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir í til­kynn­ingu frá sýslu­mann­in­um á höfuðborgarsvæðinu.

Fáðu upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá HÉR

Hverjir eiga kosningarétt?

  • Kosningarétt við forsetakosningarnar 25. júní 2016 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi
  • Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag
  • Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands  fyrir 1. desember 2015
  • Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.
  • Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum 25. júní 2016. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. 
  • Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 4. júní 2016. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Ábendingagátt