Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 29.júni

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mánudaginn 29.júní kl.09.15 í Hafnarborg. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. júní 2015 Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á vef bæjarins.

Fráveitan – unnið við lagfæringar á Ósnum

Starfsmenn Fráveitu Hafnarfjarðar og kafarar frá Köfunarþjónustunni hf. hafa lokið við það vandasama verk að hreinsa „Ósinn“ miðlunargeymi Fráveitu Hafnarfjarðar. Ástand geymisins var mun lakara en búist hafði verið við en annar tveggja hnífloka í botni hans var fastur og óvirkur. Smíði rörhluta og annarra íhluta er hafin en ljóst er að frágangur þeirra og […]

Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir kynnti bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, skýrslu um greiningu á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar.  Skýrslan, sem er unnin er af bæjarstjóra,  er greining á heildarrekstri og fjármálum Hafnarfjarðarkaupstaðar á tímabilinu frá 2002 til 2014. Í skýrslunni kemur fram að fjárhagsvandi Hafnarfjarðarkaupstaðar er tvíþættur. Annars vegar rekstrarvandi, þar sem rekstrarafgangur fyrir óreglulegar […]

Sigurvegarar dorgveiðikeppninnar

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju á miðvikudag. Rúmlega 300 veiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á bryggjuna og veiddu tæplega 100 fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, marhnútar og krossfiskur. Hörður Rafnar Auðarson Pálmarsson veiddi  einhverskonar burstaorm og fékk verðlaun fyrir furðufiskinn. Aníta Ósk Hilmarsdóttir […]

Dorgveiðikeppni

Miðvikudaginn 24. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt og veiddu tæplega 200 fiska. Sigurvegarinn veiddi fjóra fiska og vó þyngsti fiskur […]

Hjúkrunarheimili á Sólvangssvæðinu

Á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag var samþykkt tillaga  um að nýtt 60 rýma  hjúkrunarheimili, samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010, rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. Samþykkt var að vísa […]

Bæjarstjórnarfundur 24. júní kl. 14.00

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 24.júní  kl. 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Til hamingju með daginn

Skipulögð hátíðarhöld eru áformuð víða um land í  dag  í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða í fríi eftir í hádegi í dag og gefst þannig kostur á að taka þátt í hátíðarhöldunum. Stofnanir bæjarins verða því lokaðar frá hádegi 19. júní en öll neyðarþjónusta verður til staðar.

Niðurstöður úttektar Capacent á Hafnarfjarðarhöfn

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að um leið og skuldastaða hefur batnað hefur rekstrarkostnaður aukist. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að tekjur á tímabilinu […]

Dagskrá 17. júní 2015

17. júní 2015 – Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling Skátafélagið Hraunbúar flaggar 100 fánum víðsvegar um bæinn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní.   10:00 Frjálsíþróttamót í frjálsíþróttahúsi Kaplakrika Frjálsíþróttadeild FH stendur fyrir frjálsíþróttamóti fyrir 6-10 ára – börn fædd 2005-2009 Keppt verður í eftirtöldum […]