Formleg opnun Andrastaða  

Fréttir

Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með  fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri uppbyggingu úrræðisins var lagt upp með að skapa umhverfi og aðstæður þar sem tekist er á við lífsins áskoranir út frá forsendum hvers og eins, kostum viðkomandi, möguleikum og áhugamálum.

Nýtt heimili í sveit fyrir fólk með fjölþættan vanda

Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með  fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri uppbyggingu úrræðisins var lagt upp með að skapa umhverfi og aðstæður þar sem tekist er á við lífsins áskoranir út frá forsendum hvers og eins, kostum viðkomandi, möguleikum og áhugamálum. Fyrsta skóflustungan var tekin í maí 2021 og þegar hafa fyrstu þrír íbúarnir af sjö flutt inn.   

Það eru sveitarfélögin Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg í samstarfi við áhugasama drífandi einstaklinga sem hafa gert drauminn um Andrastaði að veruleika.

Það eru sveitarfélögin Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg í samstarfi við áhugasama drífandi einstaklinga sem hafa gert drauminn um Andrastaði að veruleika.

Hugmyndafræði sem á að ýta undir sjálfstraust, skerpa vilja og auka þolinmæði  

Undirbúningur að uppbyggingu og starfsemi Andrastaða hefur staðið yfir í mörg ár og gerðu áætlanir strax ráð fyrir uppbyggingu á „heimili í sveit“. Hugmyndin kviknaði fyrst út frá starfsemi Ásgarðs handverkstæðis sem er atvinnu- og hæfingartengd þjónusta stofnuð árið 1993 og leggur áherslu á að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Fagleg markmið Ásgarðs eiga sér rætur í uppeldiskenningum Rudolf Steiners sem líta ekki á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem hægt sé að vinna með. Segja má að hugmyndafræðin að baki Andrastaða sé sú sama, að einstaklingar eiga við fjölþættan vanda að stríða fái tækifæri til að blómstra og finna sig í lífinu. 

Mikil þörf á búsetúrræði fyrir þennan hóp  

Mikil þörf er á búsetuúrræði fyrir þennan hóp einstaklinga og biðlistar eftir húsnæði fyrir fólk með sértækan stuðning í sveitarfélögunum. Hér er því um mikilvæga viðbót að ræða við þau úrræði sem nú eru til staðar. Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gerðu hvert um sig með sér samning við sjálfseignarstofnunina EMBLU vegna væntanlegrar þjónustu. Andrastaðir hses sáu um að byggja kjarnann og er íbúðunum úthlutað í samvinnu sveitarfélaganna þriggja. Það eru þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við áhugasama drífandi einstaklinga sem hafa gert drauminn um Andrastaði að veruleika.  

Ljósmyndir: Reykjavíkurborg

Ábendingagátt