Frítt í sund í vetrarfríinu

Fréttir

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að dagana 25.febrúar – 1. mars,þegar skipulagsdagur og vetrarfrí eru i leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verði öllum veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að dagana 25.febrúar – 1. mars þegar skipulagsdagur og vetrarfrí eru i leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar verði öllum veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins.

Sjáumst í sundi í vetrarfríinu

Í Hafnarfirði eru 3 almennings sundlaugar, sú elsta frá 1943, Sundhöllin við Herjólfsgötu en yngst er Ásvallalaugin sem var vígð 2008.

Sundkennsla hófst hins vegar í Hafnarfirði 1909 og var í fyrstu kennt í sjónum út af Hamarskotsmöl en kennslan fluttist síðan vestur á Malir.

Hér hægt að sjá opnunartíma.

Minnum líka á alla áhugaverðu staðina sem tilvalið er að heimsækja – kíktu undir Mannlíf og menning hér á síðunni.

Ábendingagátt