Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Landsfundur Upplýsingar, fagfélags á sviði bókasafns-og upplýsingafræða, var haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok síðustu viku. Yfirskrift fundarins í ár var: Get ég aðstoðað? Þjónusta og uppbygging bókasafna í nútímasamfélagi og voru gestir um 200 talsins víðsvegar að af landinu öllu.
Landsfundur Upplýsingar, fagfélags á sviði bókasafns-og upplýsingafræða, var haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok síðustu viku. Yfirskrift fundarins í ár var: Get ég aðstoðað? Þjónusta og uppbygging bókasafna í nútímasamfélagi og voru gestir um 200 talsins víðsvegar að af landinu öllu. Lykilfyrirlesarar landsfundar voru þeir Jan Holmquist og Kenneth Korstad Langås og var dagskrá og framkvæmd fundar í ár í höndum Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Garðabæjar. Metnaðarfullri dagskrá lauk með sögugöngu um Hafnarfjörð þar sem gengið var frá Byggðasafni Hafnarfjarðar undir leiðsögn Björns Péturssonar bæjarminjavarðar.
Jan Holmquist fjallaði um aðlögun að breytingum og umbreytingu bókasafnsþjónustu fyrir nútímasamfélag. Kenneth Korstad Langås ræddi mikilvægi bókasafna í erindi sínu og hvernig þau eru ákveðið bjargráð nærsamfélagsins. Hjónin Agnes og Elias Våhlund, barnabókahöfundur og teiknari, stigu einnig á svið og fjölluðu um bókaröðina sína Handbók fyrir ofurhetjur sem nær sannað er að hafa breytt lífi barna, ræddu hugsanir sínar og ferlið á bak við bókaskrifin en bókaröðin er mjög vinsæl meðal annars á Íslandi. Í aðdraganda landsfundar heimsóttu Agnes og Elias bæði Bókasafn Hafnarfjarðar þar sem 100 börn og ungmenni fengu bækur sínar áritaðar auk þess að hitta rúmlega 200 nemendur 6. bekkja grunnskóla Hafnarfjarðar í spjall og kynningu í Bæjarbíó.
Hugrún Margrét deildarstjóri barnadeildar á Bókasafni Hafnarfjarðar fjallaði um ríka áherslu safnsins á fjölmenningu og þjónustu án aðgreiningar fyrir alla og Guðrún Ragna Yngvadóttir frá Ask arkitektar kynnti nýjar og spennandi hugmyndir að nýju bókasafni í Hafnarfirði á nýjum stað við Fjörð verslunarmiðstöð.
Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnastjóri Lestur er lífsins leikur, og barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir sögðu frá læsispennandi lestrarverkefninu LÆK sem unnið er í samstarfi miðdeilda og unglingadeilda allra grunnskóla Hafnarfjarðar við þau Bergrúnu Írisi og Gunnar Helgason.
Sandra Björg Ernudóttir bókasafnsfræðingur í Skarðshlíðarskóla fjallaði svo um verkefnið Bókabrall sem er samstarfsverkefni allra skólabókasafnanna í Hafnarfirði. Söfnin eru níu talsins og starfar einn bókasafnsfræðingur á hverju safni. Þessir hópur starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar hefur tekið lestrarverkefnið Lestur er lífsins leikur alla leið og fært með fjölbreyttum hætti og öðruvísi nálgun ævintýri bóka og lesturs á borð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Lestur er sannarlega lífsins leikur!
Komdu á bókasafn! Takk Upplýsing fyrir frábæran fund!
Vefur Upplýsingar
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm…
Fimm brúarsmiðir starfa í Hafnarfjarðarbæ. Þeir hjálpa foreldrum af erlendum uppruna að fóta sig í íslensku grunn- og leikskólaumhverfi. Þeir…
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024 var lagður fram í bæjarráði í dag 10. apríl 2025. Rekstrarafgangur fyrir A og B…
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur upp á 75 ára afmælið með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. „Stemningin er afar…
Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins. Bæjarstjóri veitti merkið en afhendingin kom þessu…
Margt var við vígslu nítjánda leikskóla Hafnarfjarðarbæjar um hádegisbilið. „Útiaðstaðan hér er örugglega ein sú allra glæsilegasta á landinu,“ sagði…
Öllum fjórtán mánaða börnum, sem sóttu um fyrir tilskilinn frest hefur verið tryggt pláss í leikskólum Hafnarfjarðar frá hausti. Hafnarfjarðarbær…