Gullkistur, Golden Girls og Sjóglitringarnir  

Fréttir

Hönnunarkeppnin Stíll var haldin um miðjan janúar í Áslandsskóla. Sjö lið frá fjörum skólum tóku þátt og er óhætt að segja að áhugasamir og metnaðarfullir þátttakendur hafi slegið í gegn með flottri hárgreiðslu, förðun, framkomu og fatahönnun. Þemað í ár voru sjóræningjar Karabíahafsins.

Þemað í ár voru sjóræningjar Karabíahafsins

Hönnunarkeppnin Stíll var haldin um miðjan janúar í Áslandsskóla. Sjö lið frá fjörum skólum tóku þátt og er óhætt að segja að áhugasamir og metnaðarfullir þátttakendur hafi slegið í gegn með flottri hárgreiðslu, förðun, framkomu og fatahönnun. Þemað í ár voru sjóræningjar Karabíahafsins. Þrjú lið komu frá Öldunni í Öldutúnsskóla, tvö lið frá Setrinu í Setbergsskóla, eitt lið frá Mosanum í Hraunvallaskóla og eitt lið frá Ásnum Áslandsskóla. Veittar voru viðurkenningar fyrir förðun, hár og hönnun. Liðið Gullkistur frá Öldunni fékk viðurkenningu fyrir bestu förðunina. Í liðinu voru Margrét Edda og Anna Ragnheiður. Liðið Golden Girls frá Setrinu fékk viðurkenningu fyrir bestu hönnunina. Í liðinu voru Emilía Dröfn Davíðsdóttir, Ása Laufey Hákonardóttir, Særún Elsa Ragnheiðardóttir og Þórdís Tinna Eymundsdóttir. Liðið Sjóglitringarnir frá Ásnum fékk viðurkenningu fyrir besta hárið. Í liðinu voru Bríet Klara Björnsdóttir, Lára Sigurbjörnsdóttir, Karen Hrönn Guðjónsdóttir og Katrín Lind Árnadóttir.

Hönnunarkeppni milli félagsmiðstöðva

Allir keppendur fá tækifæri á því að taka þátt í SAMFÉS stíl þar sem að félagsmiðstöðvar alls staðar að landinu taka þátt. Í stóru keppninni þurfa keppendur einnig að skila inn hönnunarmöppu þar sem hugmyndin á bakvið hönnunina er útskýrð. Markmið Stíls er að virkja sköpunarhæfileika ungs fólks ásamt því að hvetja þau til listsköpunar með frumlegum hætti. Margir grunnskólar á landinu bjóða upp á Stíls valáfanga þar sem að keppendum gefst tækifæri til þess að vinna í hönnuninni sinni á skólatíma.

Ábendingagátt