Halló Hafnarfjörður – 102 ný krútt það sem af er ári

Fréttir

347 ný krútt fæddust í Hafnarfirði árið 2022. Fyrstu fjóra mánuði árins 2023 hafa 102 krútt til viðbótar fæðst í Hafnarfirði og vonandi hafa allir foreldrar þegar sótt glaðning fyrir barnið sitt á Bókasafn Hafnarfjarðar.

Meðaltalið er 26 ný krútt á mánuði

347 ný krútt fæddust í Hafnarfirði árið 2022. Fyrstu fjóra mánuði árins 2023 hafa 102 krútt til viðbótar fæðst í Hafnarfirði og vonandi hafa allir foreldrar þegar sótt glaðning fyrir barnið sitt á Bókasafn Hafnarfjarðar. Þessir vinir á myndinni eru í hópi þeirra fallegu barna sem fengið hafa gjöf frá bænum sínum – takk fyrir að deila með okkur kæru foreldrar.

Við erum Hafnarfjörður – fjölskylduvænt samfélag

Frá og með 1. janúar 2022 hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum sínum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafn Hafnarfjarðar. Framtakinu hefur verið vel tekið og stór hluti foreldra sótt gjöfina sem er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag.

Eldri frétt um krútt ársins 2022 

Ábendingagátt