Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Heilsubærinn Hafnarfjörður kom að mörgum verkefnum og viðburðum á árinu 2024 til að efla heilsu og vellíðan í sveitarfélaginu. Ársskýrsla Heilsubæjarins er komin út.
Íþróttaálfurinn heimsótti alla leikskóla bæjarins og Hamingjudagar Hafnarfjarðarbæjar voru lengdir úr viku í mánuð á síðasta ár og stóðu allan septembermánuð. Heimsókn Íþróttaálfsins og Hamingjudagarnir voru meðal þeirra fjölda verkefna og viðburða sem Heilsubærinn Hafnarfjörður tók þátt í á árinu 2024. Nýir samstarfsaðilar tóku þátt í dögunum. Sjöunda ársskýrsla Heilsubæjarins er komin út. Margir viðburðir voru haldnir á árinu. Þar á meðal:
Stöðugt er verið að skoða og meta verkefni sem tengjast markmiðum heilsubæjarins og hvernig hægt er að þróa og efla heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði. Unnið er að mörgu til að efla hreyfingu. Þar á meðal:
Einnig var hugað að öryggi og má þar nefna:
Meginmarkmið heilsubæjarins Hafnarfjörð eru að auka vellíðan, hreyfingu, mataræði og útiveru í upplandinu. Þessi markmið eru enn drifkraftur verkefni stýrihópsins og endurspegla verkefnavalið. Til að efla sjálfsmynd og vellíðan þarf að styrkja stoðir og hvetja alla aðila samfélagsins, unga sem aldna, til þátttöku í heilsueflingu almennt.
Margt er á prjónunum til að efla heilsuna enn frekar í Hafnarfirði. Má þar nefna meðal fyrirhugaðra verkefna í ár, 2025:
Þá hefur fjöldi verkefna fest sig í sessi eins og fræðslukvöldin í Bæjarbíói, lýðheilsugöngur, hlaup, vímuefnafræðsla og hreyfing í félagsmiðstöðvum.
Heilsueflandi samfélögum í landinu fjölgar jafnt og þétt og eru vel yfir 90% íbúa landsins búsettir í heilsueflandi sveitarfélögum. Verkefnið er í samvinnu við Landlæknisembættið sem kynnti á síðasta ári mælikvarða, lýðheilsuvísa, sem eru til þess fallnir að veita yfirsýn yfir lýðheilsu eftir umdæmum. Þessa vísa má finna um Hafnarfjörð: Lýðheilsuvísar 2024.
Í samantekt teymisins á bakvið heilsubæinn má sjá að farsældarumræða hafi verið talsverð í Hafnarfirði 2024 og henni tengt hafi oft fjallað um jaðarsetta hópa.
„Aðgengi og þátttaka barna með fötlun og barna innflytjenda að íþrótta- og tómstundastarfi kom þar við sögu. Vísbendingar benda til þess að þessir hópar taka mun minna þátt í íþrótta- og tómstundastarfinu og þetta þátttöku- og virknileysi viðheldur því að hóparnir verði jaðarsettir. Við vinnum að því að breyta þessu og virkja þessa hópa,“ segir þar.
„Árið 2024 var mjög gott heilsueflingarár í Hafnarfirði. Stýrihópurinn eða heilsubærinn Hafnarfjörður tók þátt í fjölmörgum verkefnum og nokkur þeirra voru ný af nálinni. Auk þess bættust við nýir samstarfsaðilar sem vinna að sama marki og markmið heilsubæjarins. Gott ár að baki er forveri þess að geta haldið áfram með það sem gekk vel og þróa áfram,“ segir þar og lokaorðin:
„Heilsubærinn heldur áfram og gömlu góðu markmiðin draga okkur áfram að því að bæta Hafnarfjörð enn meira árið 2025.“
Já, svona á þetta að vera!
Jólablað Hafnarfjarðar 2025 er komið út! Jólablaðið er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar ár hvert.…
Horft er til þess að Hafnarfjarðarbær stækki um 6-14 þúsund til ársins 2040. Þetta kom fram á íbúafundi í Hafnarfirði…
Hafnarfjarðarkortið, nýtt gjafa- og inneignakort, verður gefið út af Markaðsstofu Hafnarfjaðrar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ fyrir jól.
Pólsk rokktónlist, grafík, upplestur og keramík fá sitt pláss á Bókasafni Hafnarfjarðar á laugardag. Pólski dagur bókasafns verður haldinn 15.…
Grunnurinn Hamranesskóla er risinn. Hverfið er að taka á sig fulla mynd eins og myndir ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar fyrir…
Nú má panta samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra á netinu. Hnappur er kominn á forsíðu vefjar bæjarins.
Jólaþorpið opnar 14. nóvember. Til að tryggja öryggi gesta verða götur í nánd við hjarta Hafnarfjarðar lokaðar á opnunartíma Jólaþorpsins.…
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata lokuð föstudaginn 21.nóvember milli kl.19:15-19:30.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2026 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 5. nóvember 2025.