Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast að því að bæta styrk, þol, líkamsbeitingu og liðleika með mælanlegum hætti.
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast að því að bæta styrk, þol, líkamsbeitingu og liðleika með mælanlegum hætti. Samningurinn var undirritaður í Hress í morgunsárið af þeim Lindu Hilmarsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í faðmi hressra kvenna sem voru á leið í tíma til Lindu. Gildistími samnings er frá 1. janúar 2025 til til 31. desember 2026.
Guðlaug Ósk Gísladóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs, Linda Hilmarsdóttir annar eigenda Hress og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
„Hress er rótgróin hafnfirsk stöð sem á sér mjög stóran hóp traustra viðskiptavina. Fólk sækir í hlýleikann og þá fjölbreyttu tíma sem í boði eru fyrir alla aldurshópa allt frá morgni til kvölds,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Aukin áhersla þeirra á vellíðan og heilsueflingu eldri iðkenda er lofsverð og eitthvað sem sveitarfélagið styður með stolti enda í takti við markmið heilsubæjarins Hafnarfjarðar að efla lýðheilsu fólks á öllum aldri.“
Samningurinn er til tveggja ára og felur verkefni Hress meðal annars í sér aðgang að Hress heilsurækt með ráðgjöf frá þjálfara, einstaklingsmiðaða þjálfun og handleiðslu með aðgang að styrktar- og þolfimiþjálfurum, styrktarþjálfun tvisvar í viku og þolþjálfun einu sinni í viku í tækjasal eða hóptíma, heilsutengda fræðslu, heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti og ráðgjöf frá sjúkraþjálfurum auk aðgangs að fjölbreyttum hópatímum. Þátttakendur eru íbúar, 65 ára og eldri með lögheimili í Hafnarfirði. Markmiðið er að á þessum tveimur árum þá verði þátttakendur sjálfbærir með eigin heilsueflingu og geti þannig í kjölfarið sinnt henni áfram á eigin forsendum. Þá verður sá möguleiki fyrir hendi að þiggja framhaldsþjálfun hjá Hress án samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Árangur þátttakenda verður metinn með heilsufarsmælingum, í upphafi þátttöku og svo á sex mánaða fresti.
Hress heilsurækt hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987 og hefur lengst allra fyrirtækja í bænum komið að heilsueflingu almennings á öllum aldursstigum. Fagmennska, heilsuefling og félagslegur stuðningur er það sem Hress stendur fyrir ásamt því að létta á hversdagsleikanum með ýmsum viðburðum. Hressleikarnir eru eitt gott dæmi þar sem á þriðja hundrað iðkenda hreyfa sig til styrktar góðu málefni ár hvert. Sjúkraþjálfun Hress hóf starfsemi sína árið 2023 og mun fagþekking þeirra koma að verkefninu.
Vefur Hress
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm…
Fimm brúarsmiðir starfa í Hafnarfjarðarbæ. Þeir hjálpa foreldrum af erlendum uppruna að fóta sig í íslensku grunn- og leikskólaumhverfi. Þeir…
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024 var lagður fram í bæjarráði í dag 10. apríl 2025. Rekstrarafgangur fyrir A og B…
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur upp á 75 ára afmælið með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. „Stemningin er afar…
Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins. Bæjarstjóri veitti merkið en afhendingin kom þessu…
Margt var við vígslu nítjánda leikskóla Hafnarfjarðarbæjar um hádegisbilið. „Útiaðstaðan hér er örugglega ein sú allra glæsilegasta á landinu,“ sagði…
Öllum fjórtán mánaða börnum, sem sóttu um fyrir tilskilinn frest hefur verið tryggt pláss í leikskólum Hafnarfjarðar frá hausti. Hafnarfjarðarbær…