Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Foreldraráð Hafnarfjarðar hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2025. Verkefni Hörðuvallaskóla, Tengslatorg, fékk hvatningarverðlaun og Vala Steinsdóttir, formaður foreldraráðsins, var valin dugnaðarforkurinn 2025.
Foreldraráð Hafnarfjarðar hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn samtakanna í Herkastalanum þann 22. maí. Verðlaunin hlaut ráðið fyrir verkefnin Símafrí og Horfumst í augu.
Hörðuvallaskóli fékk hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Tengslatorg. Einnig fékk Vala Steinsdóttir, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, viðurkenningu sem Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2025. Þau verðlaun hlýtur einstaklingur sem hefur lagt sérlega mikið af mörkum í þágu nemenda og foreldra.
Í tilkynningu Heimilis og skóla segir að mikilvægt sé að vekja athygli á því sem vel er gert í skólasamfélaginu. „Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaunin minni á hverju samtakamátturinn fær áorkað.“
Foreldraráð Hafnarfjarðar fékk 3 tilnefningar.
„Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sýnt mikinn áhuga og frumkvæði í stafrænum málefnum barna og ungmenna. Síðasta ár hafa þau unnið markvisst að því að opna umræðu um skjánotkun og áhrif hennar á líðan og samskipti, meðal annars með því að stuðla að símafríi í öllum grunnskólum bæjarins. Það varð til þess að skólar fóru yfir símareglur sínar og margir tóku málið fastari tökum.
Í framhaldi af því hóf ráðið átakið „Horfumst í augu“, sem hafði sína formlegu byrjun með jákvæðu og hvetjandi myndbandi í apríl. Myndbandið minnir á mikilvægi þess að leggja frá sér símana og snúa sér að samveru og tengslamyndun – bæði innan fjölskyldna og í skólakerfinu. Þar er hvatt til að við horfumst í augu, gerum eitthvað saman og tökum ábyrgð á eigin skjánotkun.
Foreldraráðið heldur málinu reglulega á lofti og vinnur áfram að því í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að efla samskipti, samveru og vellíðan barna og ungmenna. Verkefnið hefur þegar haft áhrif – stefna og starfshættir í grunnskólum hafa tekið breytingum og samvinna heimila og skóla styrkst.
Frábært framtak til að opna augu fólks fyrir ábyrgðri símanotkun og samveru.“
Tilnefndir og verðlaunhafar, foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2025. Mynd/MOTIV
„Tengslatorg er verkefni í Hörðuvallaskóla sem snýst um að efla tengsl heimilis og skóla og skapa sterkari grunn að velferð, félagslegri stöðu og líðan allra nemenda. Verkefnið byggist á þremur meginþáttum: Fræðslu fyrir foreldra, þar sem skólinn býður upp á fræðandi fyrirlestra um uppeldi, mörk, ábyrgð og mikilvægi samveru og samfélagslegrar samstöðu. Líðanfundum (Tengslatorgum) þar sem forsjáraðilar í sama námshópi hittast og ræða – með samþykki barnanna – um líðan og félagslega stöðu þeirra. Fundirnir styrkja tengsl milli foreldra, skapa samstöðu og stuðningsvettvang með velferð allra barna að leiðarljósi. Farsældarsáttmála, þar sem foreldrar hittast undir stjórn bekkjarfulltrúa og sameinast um viðmið og gildi sem stuðla að betri líðan barna, t.d. varðandi svefntíma, skjátíma, samskipti og notkun samfélagsmiðla. Hvernig nýtist: Verkefnið stuðlar að heilbrigðu félagslegu og námslegu umhverfi barna með því að byggja upp traust og tengsl innan foreldrahópa og milli skóla og heimila. Með því að ræða opinskátt um líðan, koma sér saman um viðmið og vinna saman að lausnum, aukast líkur á að enginn nemandi falli milli skips og bryggju. Samstarfið skapar sameiginlegan skilning og stuðning sem styrkir sjálfsmynd barna og eykur félagsfærni þeirra. Eftirfylgni skólans við það sem kemur fram á fundum tryggir að verkefnið hafi áhrif og hjálpar foreldrum að tengjast hvort öðru og skólanum á jákvæðan hátt. Fundirnir hafa aukið samkennd meðal foreldra og ýtt undir öflugt bakland fyrir börnin. Meðvitund og ábyrgð foreldrahópsins hefur aukist og skólinn upplifir styrkt samstarf við heimilin. Þetta hefur þegar haft jákvæð sýnileg áhrif á skólabrag og bekkjaranda og hefur stuðlað að aukinni vellíðan og öryggi meðal nemenda. Einnig auðveldar Tengslatorgið foreldrum nýrra barna í skólanum við að kynnast öðrum foreldrum og mynda tengsl.“
Fulltrúar Hörðuvallarskóla taka við Hvatningarverðlaunum Heimilis og skóla fyrir verkefnið Tengslatorg. Mynd/MOTIV
„Vala er formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar. Einnig hefur hún verið formaður foreldrafélags Setbergsskóla í Hafnarfirði til fjölda ára. Vala hefur í mörg ár unnið ötullega að góðu samstarfi milli heimila og skóla í bæjarfélaginu. Hún hefur haldið utan um óteljandi viðburði, fræðslur og fyrirlestra sem hafa það að markmiði að styðja og valdefla fjölskyldur í bænum ásamt því að ná fram góðu samstarfi milli heimila og skóla.
Dæmi um verkefni sem Vala hefur komið að í foreldraráði er til dæmis fyrirlestraröð með fræðslu fyrir foreldra (Það þarf þorp), símafrí í grunnskólum, Hvatningaverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar og margt fleira.
Krafturinn og vinnan sem Vala setur í foreldrastarf fyrir Hafnarfjörð er nánast ólýsanlegur. Allt þetta gerir hún af hugsjón og í sjálfboðastarfi.“
Vala Steinsdóttir, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar var valinn Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2025, en þau verðlaun hlýtur einstaklingur sem hefur lagt sérlega mikið af mörkum í þágu nemenda og foreldra. Mynd/MOTIV
Rán Sigurjónsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum…
Nú má hlaða rafbílinn við allar sundlaugar bæjarins, fjölda grunnskóla og stofnanir. Hafnarfjarðarbær hefur samið við Ísorku til fimm ára…
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar…
Götuvitinn er öryggisnet fyrir unga fólkið okkar og starfar nú í fyrsta sinn að sumri til. Unga fólkið þekkir Götuvitann…
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…