Hittu bæjarstjórann á Thorsplani milli kl. 9-11

Fréttir

Valdimar Víðisson bæjarstjóri færir skrifstofu sína í þriðja sinn á Thorsplan og verður þar í fyrramálið, miðvikudaginn 5. maí milli klukkan 9-11. Öll velkomin.

Bæjarstjóri færir skrifstofu sína út

Valdimar Víðisson bæjarstjóri færir skrifstofu sína út í þriðja sinn í annað glerhýsanna á Thorsplani í dag, fimmtudaginn 5. júní milli kl. 9-11. Já, nú verður hann fyrr á ferðinni fyrir árrisula!
 
Ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll velkomin með það sem ykkur er efst í huga. 
 
Eins og segir er þetta í þriðja sinn sem bæjarstjóri færir skrifstofu sína á Thorsplan til að gefa bæjarbúum færi á óformlegu spjalli. Næst færir bæjarstjórinn skrifstofuna út í haust. Það er því tilvalið að nýta þetta tækifæri, fá sér tíu dropa og hitta Valdimar.
  • Valdimar býður þegar íbúum viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum. Þá þarf að panta tíma í síma 585 5506. 

Nú er tækifæri að hitta hann auglitis til auglitis á Thorsplani. 

Ábendingagátt